Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 49
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
Jónínu líður best með bók í hendi. „Í augnablikinu er ég að lesa skáldsögu eftir enskan rithöfund, Patrick Gale, og múmínálfabók
sem finnskur rithöfundur sendi mér þegar hún uppgötvaði að ég hefði aldrei kynnst þeim klassíska finnska litteratúr,“ segir hún.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég ætla að reyna að skella mér
í göngutúr, fara á Kaffitár í Þjóð-
minjasafninu, sem er uppáhalds-
kaffihúsið mitt, og svo kannski í
bíó; mig langar mikið að sjá nýju
íslensku myndina, Desember. Ætli
mér veiti bara nokkuð af að taka
lífinu með ró í dag, til að vera
úthvíld og upplögð fyrir morgun-
daginn, en þá ætla ég í Gerðuberg
þar sem haldin verður heljarinnar
kynning helguð nýútkomnum verk-
um eftir íslenskar konur,“ segir
rithöfundurinn Jónína Leósdóttir
glaðlega, beðin um að ljóstra upp
helgar plönunum.
Á kynningunni, sem ber yfir-
skriftina Kellíngabækur, munu
hvorki meira né minna en fjöru-
tíu konur kynna verk sín sem eru
af ýmsum toga: ævisögur, skáld-
sögur, ljóðabækur, fræðibækur
og barnabækur. Jafnframt verður
sýning á bókum þeirra kvenna sem
hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bók-
menntaverðlaun kvenna síðustu
árin. Kynningin fer fram samtímis
á þremur stöðum í húsinu. Jónína
segir erfitt að gera upp á milli við-
burðanna og hefði helst kosið að
láta klóna sig til að geta verið við-
stödd eins marga upplestra og hún
gæti í einu.
Sjálf ætlar Jónína ekki að láta
sitt eftir liggja á kynningunni, því
í sérútbúinni stofu á safninu gefst
gestum og gangandi færi á að hlýða
á nýtt leikrit eftir hana frumflutt
á Rás 1 klukkan 14. „Þetta er leik-
rit sem kallast Faraldur og segir
af fjölskyldu sem einangrar sig
eftir að heimsfaraldur er í uppsigl-
ingu. Í kjölfarið magnast spennan
milli fjölskyldumeðlima við þess-
ar aðstæður með heldur ófyrir-
sjáanlegum afleiðingum.“ Þannig
hljómar söguþráðurinn að sögn
höfundarins, sem ætlar svo að
gera sér lítið fyrir og lesa krass-
andi kafla úr nýútkominni bók, Ég
& þú, á Rosenberg um kvöldið.
„Þetta er síðasti hlutinn í þríleik
um unglingsstúlkuna Önnu sem er
smám saman að uppgötva að hún
er samkynhneigð,“ segir Jónína
og bætir við að viðtökurnar hafi
farið fram úr björtustu vonum.
„Krökkunum sem hafa lesið allar
bækurnar um ævintýri Önnu og
vina hennar finnst bókin skemmti-
leg, sem er besta viðurkenningin
fyrir mig.“
Er alltaf svona mikið að gera hjá
rithöfundinum? „Já, og það væri
óskandi að klukkustundirnar væru
fleiri í sólarhringnum, ég kemst
einhvern veginn aldrei yfir allt
sem ég þarf að sjá og gera,“ segir
Jónína. roald@frettabladid.is
Nokkur klón á lager hefðu
komið sér vel um helgina
Jónína Leósdóttir rithöfundur ætlar að taka lífinu með ró í dag, jafnvel skella sér á kaffihús og bíó. Enda
á hún annasaman dag fyrir höndum á morgun, þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan.
UM ELDHÚSÁHÖLD ERU ÁHÖLD kallast
sýning Sigurðar Árnasonar og Þórarins Eldjárns sem
verður opnuð í Safnarahorni Gerðubergs á morgun
klukkan 17. Þar eru til sýnis fjölbreytt eldhúsáhöld sem
þeir félagar hafa safnað í gegnum tíðina. Á opnuninni
flytur Valgeir Guðjónsson eigin lög við ljóð Þórarins.
L í n D e s i g n , g a m l a s j ó n v a r p s h ú s i ð • L a u g a v e g i 1 7 6 • S í m i 5 3 3 2 2 2 0 • w w w . l i n d e s i g n . i s