Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 49
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Jónínu líður best með bók í hendi. „Í augnablikinu er ég að lesa skáldsögu eftir enskan rithöfund, Patrick Gale, og múmínálfabók sem finnskur rithöfundur sendi mér þegar hún uppgötvaði að ég hefði aldrei kynnst þeim klassíska finnska litteratúr,“ segir hún. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Ég ætla að reyna að skella mér í göngutúr, fara á Kaffitár í Þjóð- minjasafninu, sem er uppáhalds- kaffihúsið mitt, og svo kannski í bíó; mig langar mikið að sjá nýju íslensku myndina, Desember. Ætli mér veiti bara nokkuð af að taka lífinu með ró í dag, til að vera úthvíld og upplögð fyrir morgun- daginn, en þá ætla ég í Gerðuberg þar sem haldin verður heljarinnar kynning helguð nýútkomnum verk- um eftir íslenskar konur,“ segir rithöfundurinn Jónína Leósdóttir glaðlega, beðin um að ljóstra upp helgar plönunum. Á kynningunni, sem ber yfir- skriftina Kellíngabækur, munu hvorki meira né minna en fjöru- tíu konur kynna verk sín sem eru af ýmsum toga: ævisögur, skáld- sögur, ljóðabækur, fræðibækur og barnabækur. Jafnframt verður sýning á bókum þeirra kvenna sem hlotið hafa Fjöruverðlaunin, bók- menntaverðlaun kvenna síðustu árin. Kynningin fer fram samtímis á þremur stöðum í húsinu. Jónína segir erfitt að gera upp á milli við- burðanna og hefði helst kosið að láta klóna sig til að geta verið við- stödd eins marga upplestra og hún gæti í einu. Sjálf ætlar Jónína ekki að láta sitt eftir liggja á kynningunni, því í sérútbúinni stofu á safninu gefst gestum og gangandi færi á að hlýða á nýtt leikrit eftir hana frumflutt á Rás 1 klukkan 14. „Þetta er leik- rit sem kallast Faraldur og segir af fjölskyldu sem einangrar sig eftir að heimsfaraldur er í uppsigl- ingu. Í kjölfarið magnast spennan milli fjölskyldumeðlima við þess- ar aðstæður með heldur ófyrir- sjáanlegum afleiðingum.“ Þannig hljómar söguþráðurinn að sögn höfundarins, sem ætlar svo að gera sér lítið fyrir og lesa krass- andi kafla úr nýútkominni bók, Ég & þú, á Rosenberg um kvöldið. „Þetta er síðasti hlutinn í þríleik um unglingsstúlkuna Önnu sem er smám saman að uppgötva að hún er samkynhneigð,“ segir Jónína og bætir við að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum. „Krökkunum sem hafa lesið allar bækurnar um ævintýri Önnu og vina hennar finnst bókin skemmti- leg, sem er besta viðurkenningin fyrir mig.“ Er alltaf svona mikið að gera hjá rithöfundinum? „Já, og það væri óskandi að klukkustundirnar væru fleiri í sólarhringnum, ég kemst einhvern veginn aldrei yfir allt sem ég þarf að sjá og gera,“ segir Jónína. roald@frettabladid.is Nokkur klón á lager hefðu komið sér vel um helgina Jónína Leósdóttir rithöfundur ætlar að taka lífinu með ró í dag, jafnvel skella sér á kaffihús og bíó. Enda á hún annasaman dag fyrir höndum á morgun, þar sem hver menningarviðburðurinn rekur annan. UM ELDHÚSÁHÖLD ERU ÁHÖLD kallast sýning Sigurðar Árnasonar og Þórarins Eldjárns sem verður opnuð í Safnarahorni Gerðubergs á morgun klukkan 17. Þar eru til sýnis fjölbreytt eldhúsáhöld sem þeir félagar hafa safnað í gegnum tíðina. Á opnuninni flytur Valgeir Guðjónsson eigin lög við ljóð Þórarins. L í n D e s i g n , g a m l a s j ó n v a r p s h ú s i ð • L a u g a v e g i 1 7 6 • S í m i 5 3 3 2 2 2 0 • w w w . l i n d e s i g n . i s
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.