Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 68

Fréttablaðið - 21.11.2009, Page 68
10 matur Í KÍNA RÍKJA BORÐSIÐIR sem eru frábrugðnir því sem við Vestur- landabúar eigum að venjast og getur verið gott að kynna sér þá áður en þar er sest að snæðingi. Að tala með fullan munninn er til að mynda full- komlega viðurkennt í Kína og eins að sötra. Þá er það talin sérstök kurteisi að ropa eftir mat en það á að gefa til kynna að matargesturinn sé saddur og ánægður. Sums staðar er það álitin móðgun við kokkinn ef gestir láta það ógert. Kínverjar nota yfirleitt prjóna í stað hnífa- para en með þeim má aldrei benda á neitt eða sveifla til að hóa í þjóna. Ef þeir eru ekki í notk- un er mikilvægt að leggja þá niður eða til hliðar við diskinn en það er álitinn dónalegt að stinga þeim ofan í matinn. Þegar gesturinn hefur feng- ið nægju sína ætti hann að gefa þjóninum það til kynna með því að skilja smávegis eftir á disknum. Það er ekki talið dónalegt heldur á að gefa til kynna að hann hafi borið meira en nóg á borð. KJÚKLINGARÉTTUR 2 kg af kjúklingi, úrbein- uðum og skornum í 3,75 sentimetra bita KRYDDLÖGUR 1 tsk. mulið saffran, leyst upp í 2 msk. af heitu vatni 1 bolli lime-safi, ferskur 2 msk. ólífuolía 2 stk. laukar, afhýddir og fínt saxaðir 2 stk. hvítlauksgeirar, afhýddir og pressaðir 2 msk. appelsínusafi 2 msk. hreint jógúrt 2 tsk. salt 2 tsk. svartur pipar Blandið uppleystu saffran við lime-safa, ólífuolíu, lauk, hvítlauksgeira, app- elsínubörk, jógúrt, salt og pipar í stórri skál. Þá er kominn fínasti krydd lögur. Bætið kjúklingabitum út í helminginn af kryddlegi. Látið hann marínerast í minnst átta klst. í ísskáp. Snúið kjúklinga bitunum tvisvar á þeim tíma. Þræðið bita á nokkur steikar spjót. Grillið hvert og berið afgang- inn af krydd- legi á kjúkl- inginn þar til hann er orðinn eldað- ur. Berið fram með grjónum. PERSNESKUR KJÚKLINGUR Á SPJÓTI Fyrir 6 -7 Í Borgartúni 14 hefur fyrsta íranska veitingahúsið verið opnað á Íslandi. Eldhrímnir kallast staðurinn og þótt heitið hljómi norrænt bera réttirnir keim af persneskri matargerð sem eigandinn Elham Sadegh Tehrani og hennar samstarfsfólk töfra fram úr erminni. „Mig hafði lengi dreymt um að opna veitingastað, enda mikil áhugamanneskja um matar- gerð. Eftir að ég útskrifaðist sem matvælafræðingur frá Háskóla Íslands var ég eindregið hvött áfram af mínum nánustu að láta vaða og svo fór að ég ákvað að láta drauminn rætast,“ upplýsir Elham, sem hefur verið áhuga- söm um matargerð frá því að hún man eftir sér. „Ég sýndi strax sem barn hæfileika í þessa átt. Systr- um mínum fannst maturinn minn það góður að þær buðu foreldrum okkar til að taka til í herberginu mínu og þrífa eftir mig í eldhús- inu gegn því að ég fengi að verja meiri tíma í eldamennskuna,“ rifj- ar Elham upp og hlær. Elham segir Íslendinga ekki síður hrifna af eldamennskunni. „Þeir eru mjög áhugasamir um persneska matargerð og fyrst eftir að ég opnaði var stöðugt verið að biðja mig um að fjölga slíkum réttum á matseðlinum, þannig að ég varð við þeirri bón,“ útskýrir hún og hrósar Íslending- um fyrir áhugann sem þeir sýna matarmenningu annarra þjóða. „Það er mjög gaman að elda fyrir ykkur.“ Meðfylgjandi er uppskrift að persneskum kjúklingarétti sem nýtur mikilla vinsælda í heima- landi Elham, Íran, og ekki síður á meðal viðskiptavina Eldhrímnis. - rve Persneskt lostæti Elham hefur alltaf haft mikla ástríðu fyrir matargerð og opnaði nýverið veit- ingastað þar sem hollur matur og gæði eru í öndsvegi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Eldhrímnir er nýlegur veitingastaður í Borgartúni. Mikil áhersla er á notalega stemningu á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kjúklingur á spjóti að persneskum sið nýtur mikilla vinsælda bæði í heimalandi Elham og meðal viðskiptavina Eldhrímnis. Elham Sadegh Tehrani hefur haft brennandi áhuga á matargerð frá því hún man eftir sér og var aðeins ellefu ára farin að elda ofan í stórfjölskyldu sína í Íran. Nú hefur þessi ástríðu- kokkur opnað sinn fyrsta veitingastað á Íslandi þar sem ýmislegt góðgæti er á boðstólum. margt smátt PYLSA SEM BRAGÐ ER AÐ Bratwurst er yfirleitt gerð úr kálfa-, svína- og nautakjöti. Nafnið er þýskt og stendur „brat“ fyrir smátt skorið kjöt og „wurst“ fyrir pylsu. Bratwurst er grilluð eða soðin, þá stundum upp úr bjór. Pylsan er ýmist borðuð í brauði með sterku þýsku sinnepi eða með súr- káli og soðnum kartöflum. BRAGÐGÓÐUR EFTIRRÉTTUR Halva er samheiti yfir sæta eftirrétti í Mið-Austurlöndum, Asíu, Balkan- skaganum og meðal gyðinga. Halva er tvenns konar. Önnur tegundin er hveitilöguð, hlaup- kenndari og inniheldur olíu, hveiti og sykur. Sú tegund er mjög vinsæl í Íran, Tyrklandi, Sómalíu, Indlandi og Afganistan. Í hinni teg- undinni er aðallega tahini, sem er sesamsjör, og sykur, og er vinsælli á Balkanskaganum, Egypta- landi, Írak og Ísrael. Halva getur eins innihaldið sól- blómafræ, hnetur og baunir eða grænmeti. A FORRÉTTUR Kókos naan með chutney Kókosfyllt naan brauð með þrem tegundum af chutney AÐALRÉTTIR Tandoori Kalkúnabringa Íslensk kalkúnabringa, marineruð og grilluð í tandoori ofni Lamb Tikka masala Lambafille í sósu úr jógúrt, lauk, tómat, garam masala, engifer og hvítlauk. Murgh Makhni Smjörsteiktur kjúklingur, eldaður í rjóma, tómat, lauk, engifer, hvítlauk og chilly. Panneer Saag Paneer með chilly, lauk, kummin, tómötum og kóriander. Naan, chutney, raita og hrísgrjón EFTIRRÉTTUR Ris Kheer Eftirréttur úr hrísgrjónum og mjólk, nokkuð líkur ris ala mand 5.900 kr. á mann Velkomin Frakkast ígur 12, Reykjavík • s ími 551-7722 • www.indianmango. is Jólamatseðill fyrir átta eða fleiri „Besti indverski veitingastaðurinn í Reykjavík“ samkvæmt www.tripadvisor.com
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.