Fréttablaðið - 21.11.2009, Qupperneq 78
50 21. nóvember 2009 LAUGARDAGUR
Rauði minnihlutahópurinn
Húð- og hárlitur stafar af litarefninu
melaníni sem er myndað í litfrumum
húðarinnar. Melanín er til í tveimur
megingerðum; annars vegar er
eumelanín sem er svart eða brúnt á
lit og hins vegar faeómelanín sem er
rautt eða gult á lit. Eumelanín stuðlar
að hárlit allt frá ljósu yfir í svart. Magn
þess er það sem skiptir máli. Dökkt
hár inniheldur mikið emelanín en
ljóst hár lítið.
Faeómelanín kemur síðan inn í
myndina og orsakar rautt hár. Því
meira sem er af því, þeim mun rauð-
ari er hárliturinn.
Áhrif allra melaníngenanna sem
hver einstaklingur erfir leggjast
saman. MC1R-genið er eitt þeirra,
en það tekur á móti hormóninu
melatóníni frá heiladingli. Melatón-
ín veldur því að faeómelaníni er
breytt í eumalanín og þess vegna
ræðst hárliturinn eingöngu af magni
eumelaníns í flestu fólki.
Hjá sumu fólki tekur MC1R-genið
ekki á móti melatónín-hormóninu.
Faeómelaníni er þá ekki breytt í
eumalanín en safnast fyrir í hárinu og
veldur rauðum lit þess. Þessi stökk-
breyttu gen eru víkjandi, sem þýðir
að rauðhærður einstaklingur hefur
erft hárlitinn frá báðum foreldrum.
Heimild: Vísindavefur Háskóla
Íslands
Hvaðan kemur liturinn?
Því hefur verið haldið fram að allir
rauðhærðir á Íslandi séu komnir af
kóngafólki, en írska prinsessan Mel-
korka, frilla Höskulds Dala-Kollssonar,
hefur verið nefnd ættmóðir allra
rauðhærðra Íslendinga. Í Laxdælu,
þar sem segir frá kaupum Höskuldar
á Melkorku, kemur raunar ekki fram
að Melkorka hafi verið rauðhærð. En
fríð sýnum var hún. Höskuldur keypti
hana á þrælamarkaði í Noregi af
hinum kerska Gilla fyrir þrjár merkur
silfra, þrefalt á við verð annarra
ambátta. Það þrátt fyrir að hún væri
ómála.
Á Íslandi eignuðust Höskuldur
og Melkorka síðan soninn Ólaf.
Síðar kom í ljós að Melkorka kunni
vissulega að tala, hún væri dóttir Mýr-
kjartans Írakonungs og hefði verið
brottnumin fimmtán ára frá Írlandi.
Höskuldur var sonur Þorgerðar,
dóttur Þorsteins rauðs, sonar Auðar
djúpúðgu. Af nafni Þorsteins má
áætla að hann hafi verið rauðhærð-
ur. Því má leiða að því líkur að frá
þeim Melkorku og Höskuldi, sem
eignuðust saman soninn Ólaf, liggi
löng slóð konungborinna rauðhærðra
Íslendinga.
Konungbornir Íslendingar með rauða lokka
Ýmsu hefur verið haldið fram um rauðhærða í gegnum aldirnar. Víða um
heim kemur hræðsla við rauðhært fólk fram í þjóðtrú. Hvergi eru fleiri rauð-
hærðir í heiminum en á Bretlandseyjum, en á Írlandi er þó talið ólánsmerki
að mæta rauðhærðri konu. Á miðöldum voru rautt hár og græn augu merki
um að þar væri norn, varúlfur eða vampíra á ferð og því réttast að vara sig.
Sagan segir að Júdas hafi verið rauðhærður, sem skýri vanþóknun sumra á
hárlitnum. Líklegra er þó að rautt hár hafi helst sést á barbörum úr norðri,
á menningarsvæðum við Miðjarðarhaf þar sem rauði liturinn er sjaldgæfur.
Víða er því einnig haldið fram að rauðhærðum sé ekki treystandi, þeir séu
skapmiklir, kynóðir og ótrúar eiginkonur eignist rauðhærð börn.
Rauða hárið er þó ekki alltaf talið ógæfumerki. Í fjárhættuspilum er talið
gott að nudda spilateningunum í hárið á rauðhærðu fólki. Þá er það líka
lánsmerki að fara höndum um rautt hár.
Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands og Wikipedia
Mýtur um rauðhærða
„Pabbi, ég má sparka í einhvern rauðhærðan í dag,“ sagði dökkhærður
sonur Reykvíkings í gær og brosti englabrosi út að eyrum. Hinum megin í
bænum voru aðrir feðgar að fara á fætur. Sonurinn, með eldrautt hár, harð-
neitaði að fara í skólann, því hann átti von á að í hann yrði sparkað.
Drengirnir höfðu báðir frétt af þeirri hvatningu sem gekk á netinu, þar
sem boðað var til svokallaðs „Kick a ginger day“ og fólk með því hvatt til að
sparka í rauðhært fólk. Heimili og skóli beindu þeim tilmælum til skóla-
stjórnenda að vekja athygli foreldra og nemenda á því að slík háttsemi
myndi ekki líðast, enda fælist í skilaboðunum hvatning til ofbeldis sem fæli
í sér bæði niðurlægingu og virðingarleysi.
Hvatningarsíður til höfuðs deginum spruttu upp í gær, þar sem meðal
annars var mælst til þess að rauðhærðir yrðu faðmaðir, eða þeir svöruðu í
sömu mynt og spörkuðu til baka.
Hvatt til ofbeldis
HVAÐ HEFUR HÚN Í HUGA? Rauðhærðir mega þola ýmsa sleggjudóma sem eiga sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. Þar á
meðal er mýtan um vergirni rauðhærðra kvenna, sem er sögð mun meiri en þeirra dökk- og ljóshærðu. NORDICPHOTOS/GETTY
„Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á að þetta er ekkert flipp og djók hjá
okkur,“ segir rauðhærða leikkonan og þokkagyðjan Vigdís Másdóttir. Hún vinnur
nú ásamt öðrum listamönnum að nýju leikverki um rauðhærða. Allir eru lista-
mennirnir sjálfir rauðhærðir. „Fólk lítur yfirleitt ekki á rauðhærða sem minni-
hlutahóp og finnst þetta voðalega fyndin og sæt hugmynd hjá okkur. En það
skilur ekki að rauðhærðir hafa flestir fundið fyrir einhvers konar fordómum.“
Sýningin hefur ekki fengið á sig endanlega mynd og ekki orðið ljóst hvort
úr verður farsi, drama eða eitthvað allt annað. Upphafsmenn hennar eru, auk
Vigdísar, þau Valgerður Rúnarsdóttir dansari og Ragnar Ísleifur Bragason leikrita-
skáld. Þau safna nú að sér rauðhærðu fólki til að taka þátt.
Vigdís segist finna til samkenndar með öðru rauðhærðu fólki. „Þegar ég mæti
rauðhærðri manneskju úti á götu horfi ég ósjálfrátt á hana og finn til sam-
kenndar með henni. Ég finn nefnilega sjálf til mikillar sérstöðu og finnst ég vera
öðruvísi. Þegar ég var krakki upplifði ég mig oft annars flokks af
því að ég var rauðhærð. Í dag fagna ég því bara,
en mér sárnar oft hvernig fólk talar um
rauðhærða, oft ómeðvitað. Okkur
er ekki beinlínis
mismunað.
En það eru
margar
mýtur sem
ganga um
rauðhærða
og lifa enn
góðu lífi.“
LEIKRIT EFTIR OG UM RAUÐHÆRÐA
Þótt þeim sé ekki lengur varpað á galdrabrennur
eins og á miðöldum er alveg örugglega ekki alltaf
tekið út með sældinni einni að vera rauðhærður. Í
tilefni af hinum umdeilda gærdegi, þar sem hvatt
var til að sparkað yrði í rauðhærða, kynnti Hólm-
fríður Helga Sigurðardóttir sér mýturnar og sann-
leikann um fólkið með rauða hárið og freknurnar.