Vikan


Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 41

Vikan - 04.12.1969, Qupperneq 41
yfir nokkrar fyrirbænir áður en þeir festu svefninn. Að minnsta kosti öll börn, sem nokkurrar umhirðu nutu, voru latin biðja bænir á kvöldin. Þannig liðu flestir hinir löngu vetrardagar með lítilli tilbreyt- ingu, nema helzt ef gest bar að garði, og þótti hann því betri sem hann var lengra að kominn og kunni þá frá fleiru að segja. „Lýðurinn tendrar ljósin hrein, líður að tíðum, líður að helgum tíðum.“ Yfir hversdagsleika hins fá- brotna og einfalda úteyjarlífs, ljómar svo, í svartasta skamm- deginu, helgi jólanna. Um síðustu aldaskil var þessi hátíð án mikilla umbrota og rauf ekki venjubundna lífshætti svo allt færi úr skorðum. Yfir flestum heimilum hvíldi hógvær trúargleði — jólin voru fyrst og fremst hátíð kristninn- ar. — Fleiri og margbreyttari ljós lýstu upp lágu baðstofuna. Jóla- klæði og jólaskór, sem fólkið nú klæddist, gerði helgistund jóla- kvöldsins hátíðlegri en venju- lega. Sterkari hugblær hreif þá, sem hlýddu á jólaguðspjallið. um innan úr sykurkössum og rauðum kaffibætisumbúðum. Smápokar voru búnir til úr sama efni og í þá látnar rúsínur og kandísmolar. Ég efast um, að við höfum nokkru sinni síðar á lífsleiðinni fagnað jólaljósi með innilegri eða sviphreinni gleði, en því, sem tendrað var á kertin og sett á greinar þessa einfalda trés, sem unnið var úr viðarbút, er borið hafði að heimaströnd okk- ar handan yfir höfin. Auk allra þeirra helgisagna, sem tengdar voru jólunum og jólahaldinu, voru margar aðrar, sem þjóðtrúin hafði skapað og staðfest í hverri byggð. Jólasveinar komu af fjöllum ofan, og álfar fluttu búferlum. Alfareið á nýjársnótt taldi eldra fólk alþekkt og áreiðanlegt fyr- irbæri, sem ýmsir álitu sig hafa komizt í snertinu við. Þrátt fyrir það, þótt jólin teldu þrettán daga, var þó mest helgi hinna þriggja fyrstu nátta. Ein- hverja þá nótt fer lið Faraós, sem Rauðahafið féll yfir, úr sels- hömrum sínum og lifir mennsku lífi. Á jólum var á flestum heimil- um, sem nokkur ráð höfðu til, meira borið í mat og drykk en venjulega. Flestir munu þó hafa gætt þ'ar þess hófs, að ekki gengi um of á þann forða, sem ætlað var að dygði til vetrarins. Að liðinni fyrstu nótt jólanna — nóttinni helgu — og deginum næsta, fyrsta jóladegi, sem ein- göngu voru helguð trúarlegum iðkunum, höfðu menn uppi ýms- ar skemmtanir. Fólk skiptist á heimboðum og efndi til mannfagnaðar. Aðal skemmtunin var spil — alkort, púkk, marías, vist, kasína og lomber. — Stundum var farið í jólaleiki og lítilsháttar dansað. Að liðnum þrettánda degi jóla féll svo lífið aftur í fastar skorð- ur. Fólkið dróst inn í dagsins önn, en gleðin bjó lengi eftir í hugskoti þess sem ljúf minning, er engin eymsli fylgdu. Yfir jólunum hefur þó ekki ætíð verið helgiblær hins kristna siðar sem sjá má af fornum sögn- um: — Eiríkur rauði, bóndi í Brattahlíð á Grænlandi, hafði boðið til vetursetu Þorfinni karlsefni og félögum hans. Þeg- ar líða tók að jólum gjörðist Ei- SKIN FRÁ SKAMMDEGISNÓTT EFTIR ÞORSTEIN MATTHÍASSON Gjafir jólanna glöddu en glöptu ekki. Lítil börn sofnuðu út frá bæn- um sínum, ef til vill með tvö, þrjú kerti í lófanum. Dýrgripi sem ekki mátti eyða of snemma og vel varð að varðveita. Jóla- dagarnir voru þrettán og hver þeirra þurfti að fá sinn geisla frá loganum af litlu kerti. Fyrstu heimildir sem geta um jólatré í sambandi við jólahátíð- ina eru frá Þýzkalandi; árið 1605. Á Norðurlöndum er getið um þau í byrjun 19. aldar, og talið er að fyrst hafi verið kveikt á jólatré á fslandi um 1850. Ég man vel fyrsta jólatréð, sem við systkinin eignuðumst. Það smíðaði faðir okkar úr haf- reknu spreki. Greinar þess skreyttum við með bláum bréf- ríkur óglaður og þótti uggvæn- legt, ef skorta mundi drykkjar- föng. Úr því rættist þó, því þeir karlsefni höfðu í skipi sínu bæði malt og korn til ölgerðar. En þótt í heiðnum sið væri, þá kusu menn frið um jólin og sóttu til vinafunda. Höfðingjar höfðu jólaveizlur og buðu til sín marg- menni. Sá háttur mun hafa tíðkazt í heiðni, að þrælar nutu jafnréttis við húsbændur sína og aðra frjálsa menn til þátttöku í jóla- gleðinni. Hversu vel þeir hafa notið getur svo aftur orkað tví- mælis. Senn líður að jólum og nú er yfir þeim annar svipur en þegar öldin 20. gekk í garð. Þá þekktu borgarlíf þeir fslendingar einir, sem farið höfðu til framandi landa. Nú býr stór hluti þjóðar- innar í borg eða þéttbýli og öll þekkir hún þá lífshætti, sem fjölbýlismenningin hefur skapað. —Hve margir munu leiða hug- ann að því í dag, að jólaljósin hafi logað skært á lýsislampa eða tólgarkerti í lágum torfbæj- um úti um dreifðar byggðir. Að jólatré, smíðað úr rekabút og skreytt með mislitum um- búðapappír, sem engu nútíma- barni dettur í hug að nota til neinna hluta, hafi skapað djúpa og innilega gleði og hrifningu. Ennþá telja íslendingar sig til- heyra kristnu samfélagi —■ þess vegna er þess að vænta að þeir haldi kristin jól. Þegar vér þessa dagana göng- um um götur höfuðborgarinnar, sjáum vér þess glögg merki að jólin eru að nálgast. — Og á hvern hátt helzt? — Hver kaup- hallargluggi er sem óðast að fyll- ast af alls konar glysvarningi, sýnishornum þess, sem vænta má að setji svip á yfirbragð jól- anna og ætlað er að vera sá gleðigjafi, sem fólkið í landinu unir sér við. Hvert er svo samræmið milli þess viðbúnaðar, sem nú er tal- inn nauðsynlegt umhverfi jóla- gleðinnar og svipmynd þeirra minninga, sem skráðar eru um hina fyrstu jólagleði kristinna manna. „Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði guð og mann, í lágan stall var lagður hann, þó lausnarinn heimsins væri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.“ Hefur engum komið í hug, að of mikill munaður og dýrar gjaf- ir lagðar í fang litlu barni, kunni að hafa öfug óhrif við það sem til er ætlazt? Ekki er ólíklegt, að sú kyn- slóð, sem nú lifir æsku sína á íslandi, fái ein, meiri og dýrari jólagjafir en margar kynslóðir sem áður hafa lifað, samanlagt. En fær hún, sem því svarar stærri hlutdeild í gleði jólanna? Verður barnið, sem naumast rís undir þeim glysvarningi sem á það hefur verið borinn, sælla í sínum næturblundi, en hitt sem Framhald á bls. 100. VIKAX-JÓLABLAÐ 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.