Vikan


Vikan - 07.12.1972, Page 9

Vikan - 07.12.1972, Page 9
Þegar svo hafði gengið langa hríð, að sauðamenn bónda höfðu allir orðið bráðkvaddir á jólanótt, fór þetta að verða héraðsfleygt og gekk bónda af því all treglega að ráða menn til starfa þessa og því verr, sem fleiri dóu . .. kvöldið nema bústýra hans var ein eftir heima og sauðamaður yfir fénu; fer svo bóndi og skil- ur þau eftir svona sitt í hvoru lagi. Líður nú fram á kvöldið til þess að sauðamaður kemur heim eftir venju; borðar hann þá mat sinn og gengur að því búnu til náða og leggst út af. Kemur honum nú í hug að var- legra mundi sér vera að vaka en sofna hvað sem í kynni að skerast, en var samt allt ó- hræddur og liggur hann því vakandi. Þegar langt er liðið á nótt heyrir hann að kirkjufólk- ið kemur; tekur það sér bita og fer síðan að sofa. Ekki verður hann enn neins vísari, en það finnur hann þegar hann ætlar alla sofnaða að máttinn fer að draga úr sér sem von var, dag- lúnum manni. Þykist hann nú illa beygður ef svefninn skal sigra sig og neytir því allrar orku til að hressa af sér. Líður nú eftir það lítil stund áður en hann heyrir að komið er að rúmi sínu og þykist hann skynja að þar er Hildur bústýra á ferð. Læzt hann þá sofa sem fastast og finnur að hún er að hnoða einhverju upp í sig. Skilur hann þá að þetta muni vera gand- reiðarbeizli og lofar henni að koma því við sig. Þegar hún er búin að beizla hann teymir hún hann út sem henni var hægast, fer á bak honum og ríður slíkt sem af tekur þangað til hún kemur þar sem honum virðist vera gryfja nokkur eða jarðfall. Þar fer hún af baki við stein einn og tekur ofan taumana; að því búnu hverfur hún honum sjónum ofan í jarðfallið. Sauðamanni þótti illt og ó- fróðlegt að missa svo af henni að hann vissi ekki hvað af henni yrði. En það fann hann að ekki mátti hann langt kom- ast. með beizlinu; svo fylgdi því mikil forneskja. Hann tekur því það til bragðs að hann nýr höf- uð sitt við stein þann er fyrr er getið þangað til hann kemur fram af sér beizlinu og lætur það bar eftir verða. Síðan steypir hann sér ofan í jarð- fallið þar sem Hildur hafði und- an farið. Finnst honum að hann hafi ekki farið lengi eftir jarð- fallinu áður en hann sér hvar Hildur fer; er hún þá komin á fagra velli og slétta og ber hana fljótt yfir. Af þessu öllu saman þykist hann nú skilja að ekki sé einleikið með Hildi og að hún muni hafa fleiri brögð und- ir stakki en ó var að sjá í mann- heimum eða ofan jarðar. Það þykist hann og vita að hún muni þegar sjá sig ef hann gangi niður á vellina eftir henni. Tekur hann þá hulin- hjáimstein er hann bar á sér og heldur honum í vinstri lófa; síðan tekur hann á rás eftir henni og fór sem hann má harð- ast. Þegar hann sækir lengra fram á völlinn sér hann höll mikla og skrautlega, og heldur Hildur þangað sem leið liggur. Þá sér hann og að múgur manns kem- ur frá höllinni og fer út á móti henni. Á meðal þeirra er einn maður er fremstur fer; hann var langtígulegast búinn og þykir sauðamanni sem hann heilsi konu sinni er Hildur kemur og bjóði hana velkomna, en hinir sem með hinum tigna manni voru fögnuðu henni sem drottn- ingu sinni. Með tignarmannin- um voru og tvö börn nokkuð stálpuð er fóru með honum í mót Hildi og fögnuðu þau þar móður sinni fegins hugar. Þeg- ar lýður þessi hafði heilsað drottningu fylgdu allir henni og drottningu til hallarinnar og eru henni þar veittar hinar virðulegustu viðtökur. þar með er hún færð í konunglegan skrúða og dregið gull á hönd henni. Sauðamaður fylgdi múg- anum til hallarinnar, en var þó ætið þar er hann var minnst fyrir umgangi, en gat þó séð allt sem gjörðist í höllinni. f höll- inni sá hann svo mikinn og dýrlegan umbúnað að aldrei hafði hann slíkan fyrr augum litið; var þar sett borð og mat- Framhald á bls. 92. ÉG ELSKA AÐEINS ÞIG er eftir BODIL FORSBERG höfund bókanna „Vald ást- arinnar“, „Hróp hjartans“ og „Ást og ótti“. Hrífandi og spennandi bók um ástir og örlagabaráttu. í ELDLÍNUNNI er enn ein snilldarbókin eftir FRANCIS CLIFFORD, höfund met- sölubókanna „Njósnari á yztu nöf“ og „Njósnari í neyð“. Þessi bók hlaut 1. verðl. „Crime Writers* Association“ 1969 HÖRPUÚTGÁFAN JÓLABLAÐ VIKAN 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.