Vikan


Vikan - 13.06.1991, Síða 2

Vikan - 13.06.1991, Síða 2
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, rithöfundur og leikstjóri, ræðir í hjartans einlægni við Jónu Rúnu Kvaran um starf sitt og eigin persónu. Sjá blaðsíðu 6. 5 ÞORGERÐUR TRAUSTA segir okkur frá því að þessu sinni þegar kirkjukórnum hennar var boð- ið á kóramót í Stavangri í Noregi. 12 FRAMHJÁHALD ( síðasta tölublaði var rætt við tvær konur sem hafa haldið við kvænta menn. Sömuleiðis var rætt við sál- fræðing um þetta efni. ( þessu blaði og því næsta birtast viðtöl tii viðbótar við konur sem eiginmennirnir yfir- gáfu vegna annarrar konu. Enn fleiri konur hafa haft samband við Vikuna eftir að fyrsti hlutinn birtist - en hve- nær þorir fyrsti karlmaðurinn að tjá sig um ástæður framhjáhalds? 14 FARARSTJÓRAR segja frá starfi sínu í þessari Viku og gefa lesendum holl ráð varðandi utanlandsferðir og þá einkum sólar- landaferðir. 19 ÆVINTÝRI VERULEIKANS Anna S. Björnsdóttir mun í sumar skrifa stutta pistla í Vikuna í léttum dúr og þá einkum um ferðalög. 20 HÁLF-ÍSLENSK í PHANTOM OF THE OPERA Blaðamaður Vikunnar hitti að máli sænsk-íslenska stúlku í Hamborg og sagði hún frá ævintýralegu bak- pokaferðalagi sinu um Þýskaland í atvinnuleit. Hún dansar nú í vinsælli óperu Andrews Lloyd Webber. 24 BRÚÐUR MÁNAÐARINS Vikan og Kodak Ektachrome fara nú af stað með samkeppni milli Ijós- myndara um bestu brúðarmyndina. Keppni sem færir bæði Ijósmyndara og brúði verðlaun. 26 SÉRSTÆTT SÖNNUNARGAGN Greint frá furðulegu fyrirbrigði um fjarhrif á efni, sem vísindamenn standa ráðþrota frammi fyrir. Er hverjum þeim heitið háum fjárupp- hæðum sem komið getur með lausn gátunnar. 30 UNDIRFÖT fyrir konur af öllum stærðum og gerðum voru sýnd viðskiptavinum verslunarinnar Misty nýverið. Vikan var þar. I þessu tölublaði Vikunnar eru hattar til umræöu á tveimur stöðum. Svo kann ein- mitt að virðast að á þessari mynd sjáist Sigurður Skagfjörð Sigurðsson, deildar- og markaðsstjóri Flugleiða, og eiginkona hans, Margrét Zophaníasdóttir, hug- leiða kaup á nýju höfuðfati. Svo er þó ekki. Þau eru hér að virða fyrir sér demantaprýdda kórónu á safni í Amsterdam. Á milli þeirra stendur Margrét Hauksdóttir deildarstjóri upplýsingadeildar Flugleiða. Sjá grein um nýjan áfanga- stað Flugleiða á blaðsíðu 52. 32 OFBELDI f KVIKMYNDUM Þórdís Bachmann skrifar meiningu sína um það takmarkalausa ofbeldi sem kvikmyndaáhorfendur verða vitni að. 36 SÝNIR Sért þú ekki þegar farinn að fylgjast með framhaldssögunni kynngi- mögnuðu eftir Stephen King auð- veldum við þér að setja þig inn í það sem áður hefur gerst með stuttum og skýrum útdrætti. Þú getur ekki lát- ið þessa mögnuðu sögu framhjá þér fara. 39 LÉTT KROSSGÁTA 41 STJÖRNUSPÁ 46 JÓNA RÚNA KVARAN svarar bréfi frá fimmtán ára stúlku, sem segist vera í vandræðum. Henni finnst hún undir of strangri gæslu móður sinnar. 49 KROSSGÁTAN 50 MYNDASÖGUR 51 MATARUPPSKRIFTIR Meistarakokkarnir í Framanda færa okkur uppskriftir að pönnukökutertu með bananasúkkulaðikremi annars vegar og karfasalati með sítrónuolíu hins vegar. 52 HAMBORG OG AMSTERDAM Vikan var með í för þegar Flugleiðir hófu formlega áætlunarflug til þess- ara vinsælu borga. 56 KVIKMYNDIR Stiklað á stóru í kvikmyndaheimin- um. 60 SUMARLÍNAN frá No Name er jafnan kynnt með aðstoð íslenskra fegurðardísa. Núna er það Linda Pétursdóttir sem prýðir sölustandinn. 62 RISAROKKIÐ Vikan heldur áfram að skýra frá undirbúningi stórlónleikanna á Kaplakrikavelli. Meðal annars er sagt frá hljómsveit Eiríks Hauksson- ar og bandarísku hljómsveitinni Bullet Boys. 64 HATTAR Myndsjá frá kvenfélagsfundi þar sem hattur var inngönguskilyrði. Þegar dregið var úr aðsendum bréf- um hjóna 2. júní síðastliðinn komu upp nöfn hjónanna Maríu S. Ás- grimsdóttur og Kristins Finnsson- ar, Hamragerði 29 á Akureyri. í næsta tölublaði Vikunnar birtist viðtal við hjónin og birtar verða glefsur úr nokkrum þeirra fjöl- mörgu bréfa sem bárust Vikunni í Möltu-samkeppninni. TIL MÖLTU 2 VIKAN 12. TBL.1991

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.