Vikan


Vikan - 13.06.1991, Page 20

Vikan - 13.06.1991, Page 20
TEXTI OG MYNDIR: HJALTIJÓN SVEINSSON Ævintýralegt ferðalag sænsk-íslenskrar stúlku í Þýskalandi í ATVINNULEIT MEÐ BAKPOKA - DANSAR NÚ í DAS FANTOM DER OPER í HAMBORG gg Blaðamaður Vikunnar varð þeirrar ánægju aðnjótandi í febrúar síðastliðnum að sjá söngleikinn Das Fantom der Oper í Hamborg eða The Phantom of the Opera eins og verkið heitir á frummálinu, ensku. Það er eftir hinn kunna söngleikjahöfund Andrew Lloyd Webber og margir fullyrða að þetta sé hans besta verk fram að þessu. Hér er í raun um klassíska tónlist að ræða - en svo óm- þýða að hörðustu rokk- arar njóta hennar ekki síður en fagurkerar sem þekkja Mozart og Beet- hoven út í æsar. Sýningin er afar umfangs- mikil og fram koma fjölmargir söngvarar og dansarar í henni. Nýlega birtist í Vikunni stutt grein um uppfærsluna í Hamborg en þaö var einmitt vegna hennar sem blaða- manni barst það til eyrna að í sýningunni dansaði ung sænsk-íslensk stúlka, Eva Hallbeck, sem heföi áður starf- aö í nokkurn tíma meö ís- lenska dansflokknum í Þjóð- leikhúsinu. Það var síðan á fögrum vor- degi að blaðamaður mælti sér mót við þessa hálflöndu sína eftir sýningu á sunnudegi. Hann fór bakdyramegin til að spyrja eftir henni og var hún þá umsvifalaust kölluð upp. Að vörmu spori kom hún bros- andi, Ijóshærð og snaggaraleg hnáta skoppandi innan úr þessu völundarhúsi og bauð hressilega góðan daginn. „Ég átti von á þér, bíddu á meðan ég set á mig húfuna,“ sagði hún og smeygði svartri der- húfu yfir niðurnjörvað hárið. „Æ, ég verð að vera með þetta á milli sýninga á sunnudögum því það er svo mikið vesen að

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.