Vikan - 13.06.1991, Síða 44
yfirliði, grípandi í blaðakonuna eins og drukknandi
maður myndi grípa i hálmstrá.
Eftir fréttina fór Weizak og kom aftur með þær
fréttir að símaborð spítalans væri rauðglóandi af
hringingum til hans.
Á því andartaki hringdi síminn.
Weizak bölvaði hljóðlega. „Ég sagði þeim að
stilla ekki símann upp. Ekki svara, John, ég
skal..."
En Johnny var búinn að svara. Hann hlustaði,
kinkaði síðan kolli. Hann setti hönd yfir símtólið.
„Þetta er pabbi minn,“ sagði hann. Hann hiustaði.
Brosið á vörum hans dofnaði og þess í stað rann
á hann svipur óhugnaðar.
„Hvað er að, John?“ spurði Weizak hvasst.
„Allt í lagi, pabbi," sagði Johnny næstum hvísl-
andi. „Já, Cumberland-sjúkrahúsið. Ég veit hvar
það er. Allt í lagi, pabbi."
Rödd hans brast. Augun voru þurr en glamp-
andi.
„Ég veit það, pabbi. Ég elska þig líka. Mér þykir
þetta leitt.“
Hlustaði.
„Já, það var það," sagði Johnny. „Ég sé þig,
pabbi. Já. Vertu sæll.“
Hann lagði símann á, lagði hendurnar yfir aug-
un og þrýsti.
„Er það móðir þín, Johnny?“ Sam hallaði sér
fram, tók aðra höndina frá auganu og hélt henni
blíðlega.
„Já. Það er móðir mín.“
„Hjartaslag?"
„Heilablóðfall," sagði Johnny og Sam Weizak
gaf frá sér sársaukahljóð. „Þau voru að horfa á
fréttirnar... hvorugt þeirra hafði hugmynd ...
svo kom ég ... og hún fékk heilablóðfall. Hún er
á sjúkrahúsi. Ef eitthvað hendir pabba núna erum
við með þrefaldan leik.“ Hann rak upp hlátur.
„Þetta er góður hæfileiki," sagði hann. „Það ættu
allir að hafa hann." Hláturinn kom aftur, líkur
öskri.
„Hversu slæm er hún?“ spurði Sam.
„Hann veit það ekki.“ Johnny sveiflaði fótunum
fram úr. Hann var aftur kominn í spítalanáttföt og
var berfættur.
„Hvað heldurðu að þú sért að gera?“ spurði
Sam byrstur.
„Hvað sýnist þér?“
„Ekki vera fáránlegur. Þú ert ekki tilbúinn til
þess, John."
Johnny var að leita að fötum í skápnum og fann
hvítu skyrtuna og gallabuxurnar sem hann hafði
verið í á blaðamannafundinum.
„Ég harðbanna þetta, John. Sem læknir þinn og
vinur. Ég segi þér það, þetta er brjálæði."
„Bannaðu allt hvað þú vilt, ég fer,“ sagði
Johnny. Hann hóf að klæða sig. Á andlitinu var
þessi fjarhuga svipur sem Sam tengdi ávallt við
leiðsludá hans.
Sam stóð upp, gekk til hans og lagði höndina á
öxl hans. „Þú ollir því ekki, Johnny."
Johnny hristi höndina af sér. „Ég olli því sann-
arlega," sagði hann. „Hún var að horfa á mig þeg-
ar það gerðist." Hann fór að hneppa að sér skyrt-
unni.
„Þú lagðir að henni að taka lyfin sín og hún
hætti því.“
Johnny leit snöggvast á Weizak og hélt síðan
áfram að hneppa skyrtunni.
„Hefði það ekki gerst í kvöld þá hefði það gerst
á morgun, í næstu viku, næsta mánuði..."
„Eða á næsta ári. Eða eftir tíu ár.“
„Nei. Það hefðu ekki orðið tíu ár eða einu sinni
eitt. Og þú veist það. Hvers vegna er þér svona
áfram um að taka þetta á þig? Vegna þessa sjálf-
umglaða blaðamanns? Er þetta kannski öfug-
snúin sjálfsvorkunn? Langar þig að trúa því að
það hvíli á þér bölvun?"
Andlit Johnnys afmyndaðist. „Hún var að horfa
á mig þegar það gerðist. Nærðu því ekki? Ertu
svo djöfull vitlaus að þú náir því ekki?"
„Hún var að undirbúa erfiða ferð, alla leið til
Kaliforníu. Á eitthvert málþing. Mjög tilfinninga-
hlaðið mál, eftir því sem þú hefur sagt mér. Þetta
hefði áreiðanlega gerst. Heilablóðfall er ekki
þruma úr heiðskíru lofti."
Johnny hneppti að sér buxunum og settist síð-
an niður eins og honum væri um megn að gera
meira en að klæða sig. Hann var enn berfættur.
„Já, það getur verið að þú hafir rétt fyrir þér,“
sagði hann.
„Hann sér skynsemina í þessu! Guði sé lof!“
„En ég verð samt að fara, Sam.“
Weizak fórnaði höndum. „Og gera hvað? Hún
er í höndum lækna og Guðs. Þannig er staðan. Þú
hlýtur að skilja það betur en nokkur annar."
„Pabbi mun þarfnast mín,“ sagði Johnny lágt.
„Ég skil það líka.“
„Hvernig ætlarðu að komast? Það er nærri
komið miðnætti."
„Með rútu. Ég tek leigubíl yfir að Greyhound-
stöðinni."
„Þú þarft þess ekki,“ sagði Sam. „Ég skal aka
þér þangað.“
Johnny leit upp á hann. „Myndirðu gera það?“
„Ef þú tekur inn væga róandi töflu, já.“
„En konan þín ... “ Hann gerði sér grein fyrir
því að það eina sem hann vissi með vissu um
einkalíf Weizaks var að móðir hans bjó í Kaliforn-
íu.
„Ég er fráskilinn," sagði Weizak. „Læknir þarf
að vera úti öllum stundum. Konan mín sá rúmið
sem hálftómt frekar en hálffullt. Svo hún fyllti það
með hinum ýmsu mönnum.11
„Það var leitt," sagði Johnny vandræðalegur.
„Þú eyðir allt of miklum tíma í að vera leiður yfir
hlutunum, John.“ Andlit Sams var blíðlegt en aug-
un hörkuleg. „Farðu í skóna."
12. KAFLI
» j *
Johnny horfði á stjörnurnar á leiðinni milli sjúkra-
húsanna tveggja. Hann sofnaði og dreymdi móð-
ur sína.
„Gerðu mig heilbrigða, Johnny," sagði móðir
hans í draumnum. Hún var í betlaralörfum. Hún
skreið í áttina til hans yfir steinlagða götu. Andlit
hennar var hvítt. Blóð rann úr hnjánum. Hvítar lýs
sáust í þunnu hárinu. Hún hélt titrandi höndum
sínum að honum. „Máttur Guðs er að verki í þér,“
sagði hún. „Það er mikil ábyrgð, Johnny. Þú verð-
ur að vera hennar verðugur."
Hann tók hendur hennar í sínar og sagði:
„Hverfið úr þessari konu, andar."
Hún stóð upp. „Heilbrigð!" hrópaði hún. Röddin
var full ógnvekjandi sigurgleði. “Sonurminn hefur
gert mig heilbrigða! Mikil eru verk hans é jörð-
unnif"
Hann reyndi að mótmæla, segja henni að hann
vildi ekki gera fólk heilbrigt eða tala tungum, spá í
framtíðina né finna týnda muni. Hann reyndi að
segja henni það en tungan vildi ekki hlýða skipun-
um heilans. Svo var hún farin niður götuna, rödd
hennar gjallandi eins og lúður: „Frelsari! Frelsari!"
Og sér til hryllings sá hann að bak við hana
höfðu verið þúsundir annarra, kannski milljónir,
allir lemstraðir eða vanskapaðir. Þau teygðu úr
sér kílómetrum saman, þau myndu bíða þolin-
móð, þau myndu drepa hann með sinni þöglu,
kúgunarkenndu þörf.
Hann reyndi að segja þeim að hann gæti hvorki
gert þau heil né frelsað þau en áður en hann gat
opnað munninn var sá fyrsti búinn að leggja hönd
á hann og var að hrista hann.
En þetta var hönd Weizaks á handlegg hans.
„Hvar erum við?“ spurði hann loðmæltur.
„Við Cumberland-sjúkrahúsið," sagði Sam.
„Ertu tilbúinn að fara inn?“
„Já,“ sagði Johnny.
* 2 *
Herb kom fram ganginn á móti þeim og Johnny sá
að faðir hans var í gömlum buxum, sokkalaus í
skónum og á náttskyrtunni. Það sagði Johnny
heilmikið um hve snögglega þetta hefði gerst. Það
sagði honum meira en hann vildi vita.
Johnny tók utan um hann og Herb brast í grát.
Hann kjökraði upp við skyrtu Johnnys. Weizak
sneri sér undan og fór að skoða myndirnar á
veggjunum.
Herb jafnaði sig og feðgarnir gengu að lítilli bið-
stofu og settust. „Er hún ... ?
„Hún er á niðurleiö," sagði Herb. Hann virtist
rórri. „Með meðvitund en fallandi. Hún hefur verið
að spyrja eftir þér, Johnny. Ég held hún hafi verið
að bíða eftir þér.“
„Þetta er mér að kenna,“ sagði Johnny. „Þetta
er allt mér að k ... “
Honum krossbrá við að finna sársaukann í eyr-
anu og hann starði furðu lostinn á föður sinn. Herb
hafði þrifið í eyra hans og snúið fast upp á það.
Þetta hafði verið refsing við alvarlegum brotum í
gamla daga. Johnny mundi ekki til þess að snúið
44 VIKAN 12. TBL. 1991