Vikan


Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 56

Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 56
TEXTI OG LJÓSMYNDIR: ÞORSTEINN ERLINGSSON Roskinn Þjóöverji getur fuglunum við eitt síkja Hamborgar. Borgin er tengd saman með hvorki meira né minna en 2400 brúm. HAMBORG BORG MEÐ ÖLLU Hamborgarar fögnuðu ákaft er Flugleiðir hófu formlega áætlunar- flug til borgarinnar. Enda dugði ekki annað en rauður dregill undir fyrstu farþegana er þeir gengu til og frá borði. aö var í byrjun maí að Flugleiðir hófu að fljúga beint til Hamborgar og fljúga nú þangað tvisvar í viku. Eru þaö mikil gleðitíðindi fyrir þá sem unna þýsku borgarlífi eins og það gerist best, hvort sem varðar menningu, afþrey- ingu og viðskiptalíf eða allt í senn. Blaðamaður Vikunnar brá sér yfir hafið með glæsileg- um farkosti Flugleiða til að skoða fyrirheitna landið. Hjá þeim sem lítt þekkja borgina kemur höfnin og gleði- hverfið fræga oftast upp í hug- ann þegar minnst er á Hamborg. Þessi borg fyrrum Hansakaupmanna hefur þó margt fleira að bjóða en stórt vöruafgreiðslusvæði við höfn- ina og St. Pauli, hverfi lífs- nautnanna. Engin borg Evrópu státar af fleiri almenningsgörðum, gróðursælum útivistarsvæðum og friðlýstum náttúruverndar- svæðum. Það er meðal annars að þakka Alster vatnasvæðinu sem gengur í gegnum borgina miðja og ánni Elbe sem tengist höfninni þar sem hún rennur sunnan við borgina. Þetta gerir það að verkum að andrúmsloft- ið í miðri borginni er blandað frískri sjávargolunni og það kunna Islendingar og fleiri ör- ugglega vel að meta. Borgin er sundurskorin þvers og kruss af síkjum. Mismun- andi hlutar hennar eru tengdir saman með hvorki meira né minna en 2400 brúm og má segja með sanni að þetta séu Feneyjar Þýskalands. Þess má til gaman geta að Feneyjar státa aðeins af 450 og Amsterdam aðeins fleiri eða um 600. Borgin þekur um 755 ferkíló- metra og hana byggir rúmlega ein og hálf milljón manna. Alstervatnið er paradís fyrir siglingaáhugafólk og kjörið að fara í útsýnissiglinu um vatnið þar sem virða má fyrir sér hverja glæsibygginguna á fæt- ur annarri með tilheyrandi skrúögörðum. Þar má sjá einkavillur, sendiráð, alþjóða- hótel og aðrar byggingar um leið og fjölbreytt fuglalífið er skoðað. Höfnina verða einnig allir að skoða því hún er Hamborg það sama og Eiffelturninn er París og Tower er London. Hún er stærsta höfn Þýskalands. Þar fara um þrettán þúsund úthafs- skip ár hvert, hvaðanæva úr heiminum. Borgin sjálf er iðandi af lífi og hrein paradís fyrir þá sem lang- ar að versla. Hún státar af flest- um yfirbyggðum verslunargöt- um í Evrópu. Þar er Ijúft að vera sé fólk svo óheppið að veður sé ekki sem ákjósanlegast til úti- veru. Þarna má finna allar vörur sem hugurinn gimist, allt frá dýrindis skartgripum niður í sælgæti götusalanna. Að sjálf- sögöu eru þessi svæði krydduð með kaffihúsum eins og þau gerast best. Yfir miðborgina gnæfir ráð- húsið sem er byggt í endur- reisnarstíl á árunum 1886 til 1897. Þar hefur borgarstjórnin aðsetur sitt og ef öll hin glæsi- legu herbergi þess, sem eru til sýnis, eru talin eru þau fleiri en í sjálfri Buckinghamhöll. Turn ráðhússins og turnar St. Katherinen, St. Petri, St. Jacobi og St. Michaelis kirknanna og að sjálfsögðu hinn 256 metra hái sjónvarpstum eru þau kenni- leiti sem best sjást þegar horft er yfir borgina í kvöldsólinni. Því miður hefur mikið af merkum byggingum horfið af sjónarsviðinu í gegnum aldimar en þó aldrei eins margar og ( borgarbrunanum mikla árið 1842 og í seinni heimsstyrjöld- inni. Menningarlífið blómstrar f þessari lifandi borg. Meðal þess sem gæti satt hungur listunn- enda er að fara á sýningar í Ríkisóperunni sem hýsir hinn fræga John Neumeier ballett. Heimsækja má allar stærðir og 54 VIKAN 12. TBL.1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.