Vikan


Vikan - 13.06.1991, Side 58

Vikan - 13.06.1991, Side 58
Eitdurlcoitia Lizu Minitelli Söngkonan og leikkonan Liza Minnelli (móöir hennar var stórleikkonan Judy Garland) er loks að ná sér eftir margra ára baráttu viö Bakkus. Hún leikur nú í nýrri mynd sem heitir Stepping Out, undir leikstjórn hins kunna Lewis Gilbert sem færöi okkur grátbroslegar myndir eins og Educating Rita og Shirley Valentine. Myndin Stepping Out á að boða endurkomu Lizu Minn- elli á hvíta tjaldið. Hver man ekki eftir frábærri frammistöðu Lizu í myndinni Cabaret? En þar með er allt upptalið. Ýmsar myndir með henni, eins og Lucky Lady, New York, New York, Arthur, Arthur 2-On the Rocks og Rent a Cop, gengu illa eða floppuðu eins og sagt er í kvikmyndaheimin- um. Stepping Out er gaman- mynd, söngvamynd og dansmynd. Þetta á að vera konumynd eins og þær gerast bestar. Til gaman má geta þess að Liza er gift leikstjóran- um Norman Jewison sem gerði myndirnar In the Heat of the Night og Moonstruck. □ 4 Hin broshýra Liza Minnelli í nýjustu mynd sinni, Stepping Out. Hjóna- djöfullinn Nicholas Cage að hremma hina fögru Eriku Anderson í myndinni Zandalee. Þetta er út í Hróa Á þessu ari verða syndar fjorar myndir um Hróa hött - þann bogfima fra Skírisskógi. Patrick Bergin. Kevin Cost- ner. Alec Baldwin og Jason Connery leika i myndum sem heita Robin Hood, Robin Hood, Prince of Thieves, Adventures of Robin Hood og Robin Hood of Sher- wood. Þetta er nú alveg ut í Hróa hött. □ LU LU Síðosti tangó í New Orleans Judge Reinhold er sak- lausi og góðlátlegi leikarinn sem við þekkjum öll úr Bever- ly Hills þáttaröðinni. Auk þess hefur hann leikið í gam- anmyndinni Vice Versa sem gerði það gott hér á landi. Judge Reinhold vill líka breyta til og fást við alvarlegri hlutverk. Við fáum að sjá hann í djarfri ástarmynd sem hingað til hefur gengið undir ýmsum titlum. Fyrst átti myndin að heita Zandalee, síðan Adios, þar næst Adios Thierry en hefur nú hlotið hinn uppruna- lega titil, Zandalee. Auk Judge Reinhold leika í myndinni hinn villti og tryllti Nicholas Cage (Wild at Heart) og ný- stirnið frá Tulsa í Oklahoma, Erika Anderson. Þetta á ekki að vera mynd í stíl viö 91/2 Weeks, Wild Orchid né Em- manuelle myndirnar. Zanda- lee hefur alvarlegan undirtón, er ástarmynd í dramatískum stíl og fjallar um misheppnað Ijóðskáld (sem Judge Rein- hold túlkar á eftirminnilegan hátt) frá Suðurríkjum Banda- ríkjanna. Erika Anderson leik- ur eiginkonu Ijóðskáldsins, kynþokkafulla og fagra. Nicholas Cage leikur villtan listmálara sem á eftir að eyði- leggja hjónabandið. Sannkall- aður hjónadjöfull. Þetta er æsi- legur söguþráður þar sem mannlegum tilfinningum lýtur saman. Bíóborgin mun sýna myndinasíðaráþessuári. □ 56 VIKAN 12. TBL. 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.