Vikan


Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 58

Vikan - 13.06.1991, Qupperneq 58
Eitdurlcoitia Lizu Minitelli Söngkonan og leikkonan Liza Minnelli (móöir hennar var stórleikkonan Judy Garland) er loks að ná sér eftir margra ára baráttu viö Bakkus. Hún leikur nú í nýrri mynd sem heitir Stepping Out, undir leikstjórn hins kunna Lewis Gilbert sem færöi okkur grátbroslegar myndir eins og Educating Rita og Shirley Valentine. Myndin Stepping Out á að boða endurkomu Lizu Minn- elli á hvíta tjaldið. Hver man ekki eftir frábærri frammistöðu Lizu í myndinni Cabaret? En þar með er allt upptalið. Ýmsar myndir með henni, eins og Lucky Lady, New York, New York, Arthur, Arthur 2-On the Rocks og Rent a Cop, gengu illa eða floppuðu eins og sagt er í kvikmyndaheimin- um. Stepping Out er gaman- mynd, söngvamynd og dansmynd. Þetta á að vera konumynd eins og þær gerast bestar. Til gaman má geta þess að Liza er gift leikstjóran- um Norman Jewison sem gerði myndirnar In the Heat of the Night og Moonstruck. □ 4 Hin broshýra Liza Minnelli í nýjustu mynd sinni, Stepping Out. Hjóna- djöfullinn Nicholas Cage að hremma hina fögru Eriku Anderson í myndinni Zandalee. Þetta er út í Hróa Á þessu ari verða syndar fjorar myndir um Hróa hött - þann bogfima fra Skírisskógi. Patrick Bergin. Kevin Cost- ner. Alec Baldwin og Jason Connery leika i myndum sem heita Robin Hood, Robin Hood, Prince of Thieves, Adventures of Robin Hood og Robin Hood of Sher- wood. Þetta er nú alveg ut í Hróa hött. □ LU LU Síðosti tangó í New Orleans Judge Reinhold er sak- lausi og góðlátlegi leikarinn sem við þekkjum öll úr Bever- ly Hills þáttaröðinni. Auk þess hefur hann leikið í gam- anmyndinni Vice Versa sem gerði það gott hér á landi. Judge Reinhold vill líka breyta til og fást við alvarlegri hlutverk. Við fáum að sjá hann í djarfri ástarmynd sem hingað til hefur gengið undir ýmsum titlum. Fyrst átti myndin að heita Zandalee, síðan Adios, þar næst Adios Thierry en hefur nú hlotið hinn uppruna- lega titil, Zandalee. Auk Judge Reinhold leika í myndinni hinn villti og tryllti Nicholas Cage (Wild at Heart) og ný- stirnið frá Tulsa í Oklahoma, Erika Anderson. Þetta á ekki að vera mynd í stíl viö 91/2 Weeks, Wild Orchid né Em- manuelle myndirnar. Zanda- lee hefur alvarlegan undirtón, er ástarmynd í dramatískum stíl og fjallar um misheppnað Ijóðskáld (sem Judge Rein- hold túlkar á eftirminnilegan hátt) frá Suðurríkjum Banda- ríkjanna. Erika Anderson leik- ur eiginkonu Ijóðskáldsins, kynþokkafulla og fagra. Nicholas Cage leikur villtan listmálara sem á eftir að eyði- leggja hjónabandið. Sannkall- aður hjónadjöfull. Þetta er æsi- legur söguþráður þar sem mannlegum tilfinningum lýtur saman. Bíóborgin mun sýna myndinasíðaráþessuári. □ 56 VIKAN 12. TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.