Menntamál - 01.09.1936, Síða 20
98
MENNTAMÁL
að í starfshópa (,,bekki“) eftir námsþroska þeirra, en
ekki eftir einstaklingsliáðri sérhæfni. Kennarinn kennir
„bekknum“, ekki einstaklingnum. Af því leiðir aftur á
móti, að skólanum verður minna ágengt með kenndræna
menntun. Trú og siðgæði eru einstaklingsliáðari en stærð-
í’ræði og efnafræði. Þau eru í eðli sinu kenndræn, eink-
um hjá unglingum, en hið kenndræna lilitir engum al-
mennum reglum eða óhaggönlegum lögmálUm. Má
minna á frægt dæmi þessa úr sögu uppeldisins. Er Pesta-
lozzi hafði fundið uppeldisaðferð sína („Die Methode“)
sem meiri atliygli hefir vakið en nokkur önnur fyrr
og siðar — varð hann þess J)rátt var, að tveim beztu
kennurunum við uppeldisstofnun lians reyndist aðferðin
á alveg gagnstæðan liátt. Sclnnied, sem kenndi stærð-
fræði, náði framúrskarandi leikni með nemendum sín-
um og reit liverja kennsluljókina á fætur annari i anda
„aðferðarinnar“, sem hann skoðaði sem endurlausn
mannkýnsins. Niederer, sem kenndi trúfræði og siðfræði,
fékk „aðferðinni“ í engu við Jtomið. Loks skildi Pcsta-
lozzi, að hún átti aðeins við á vitræna sviðinu. — Ef sið-
gæðið tæmist í skylduvitundinni, eins og Kant lieldur
fram, þá væri skólanum auðvelt að kenna það sem aðr-
ar námsgreinar. En vér vitum, að svo er eltlti. Hið kennd-
ræna er ávalt mildlvægur þáttur í siðgæðinu, einkum
lijá börnum og unglingum. Og Jiið kenndræna er ein-
staklingsliáð. Það veit skólinn vel. Því eftirlætur liann
siðgæðisu])])eldið að mestu heimitijiu, !sem samkvæmt
eðlisgerð sinni lítur fyrst og fremst á einstaklinginn
og þroskamöguleika hans.
Af þessari greiningu leiðir engan veginn glögg verka-
skipting skóla og heimilis á uppeldissviðinu. Að sjálf-
sögðu her skólanum að annast siðgæðismenntun nem-
enda, að því leyti, sem hann fær við komið. Einnig á fjöl-
skyldan ávallt drjúgan þátt i vitrænni menntun barns-
ins. Vér vildum sanna það eitl, að skólinn er ekki fær að