Menntamál - 01.09.1936, Page 25

Menntamál - 01.09.1936, Page 25
MENNTAMÁL 103 lagi með því, að sjá kennaraefnum allra skóla fyrir full- kominni uppeldismenntun. Ekkert er uppeldinu hæltu- legra en það, að dreifa kennurum með mjög ófullkom- inni eða jafnvel alls engri uppeldisþekkingu sem mennt- unarleiðtogum lit til þjóðarinnar. Innan heimspekideild- ar háskólans þarf að rísa upp deild l'yrir uppeldisvísindi, er annist að öllu uppeldismenntun þeirra kennaraefna, er að ÖIlu leyti gælu aflað sér menntunar heima á Islandi. Þessarar breytingar nytu fyrst og fremst tveir flokkar kennara, sem nú eiga við versl menntunarskilyrði að húa: barnakennarar og kennarar við lýðskólana. Með því að bæði uppeldisfræðileg og almenn menntun mun vera bágbornust meðal lýðskólakennara, hlyti þessi breyt- ing að verða viðkomandi skólum til ómetanlegs gagns. Lýðskólakennarar myndu þá stunda nám við norrænu- (teild háskólans, einnig við væntanlega atvinnudeild, að því leyti sem almenn náttúruvísindi væru stunduð þar, en auk þess uppeldisvísindi. Þekking á tungu, bókmennt- um og sögu þjóðarinnar og þekking á landinn og nátt- úru þess er einmitt það, sem fyrst og fremsl verður að krefjast af lýðskólakennurum. Með þessu móti myndi ís- lenzkum stúdentum opnast ný menntabraut, sem eflaust byði þeim, er uppeldisliæfileika eiga, frjórri viðfangs- efni en offylltar embættismannadeildir þær, sem nú er einar um að velja. Er þjóðinni einkar áríðandi, að starfs- kröftum hennar sé þannig skipað, að hver einstaklingur fái sem mestu áorkað í þágu hennar. Að því er menntun barnakennara viðvíkur, þá virðist einfaldast, að kennaraefnin lykju prófi, er jafngildi nú- verandi stúdentsprófi, en væri þó meir miðað við greinar þær, sem kennarinn á síðar að kcnna, og þá leikni, sem nútíma kennsluaðferðir krefjast. Siðan ættu kennara- efnin að stnnda nám i sálfræði, uppeldisfræði og kennslu- træði við uppeldisdeild báskólans og lúka þar fvrirskip- uðu prófi. Mættu þá kennarar uppeldisdeildar eigi vera

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.