Menntamál - 01.09.1936, Page 48

Menntamál - 01.09.1936, Page 48
126 MENNTAMÁL ara í þeirra stað. Fyrir því yrðu að jafnaði nýútskrifaðir kennarar, seni ekki liefðu hlotið fasta stöðu. Fengju þeir þarna færi á að reyna krafta sína, og kaup fyrir vinnu sína. — Yið dvöl sína og störf í skólum og farskólum í fámennum þorpum og afskekktum sveitum, kynntust þeir af eigin reynd erfðleikum þeim, er slíkir skólar eiga við að stríða, og stæðu mikið betur að vígj, er þeir sjálfir tækju síðar að sér fast starf við eða stjórn slíkra skóla. Ef þeim tækist vel stjórn og kennsla þennan stutta starfs- tíma, yrði það þeim drjúg meðmæli, er þeir síðar sæktu um stöður við skóla. Ég vil nú ekki eyða meiru af hinu takmarkaða rúmi Menntamála til almennra umþenkinga um þetta mál, en ég vænti þess, að kennarar skilji hvað fyrir mér vakir, þótt lauslega sé stiklað á efninu. Tel ég líka víst, ef umræður yrðu um þessa tillögu, að síðar gæfist tilefni til nánari skýringa. Stykkishólmi, 25. marz 1936. Stefán Jónsson. Skrtftarkennsla. Guðm. Gíslason skýrir frá merkilegri tilraun, er hann gerði að Laugarvatni siðastliðinn vetur. Sýnishornin, sem valin eru af handahófi, tala sínu máli um ár- angurinn. Ritstjóri Menntamála Iiefir mælzt til þess að fá birt í ritinu ofurlítið sýnishorn af árangri skriftarkennslu minn- ar siðastliðinn vetur. Er mér bæði ljúft og skylt að verða við þeim tilmælum. Þessi sýnisliorn þurfa vitanlega engrar skýringar við. A1 og B1 sýna rithönd nemenda í byrjun skólaársins, en A2 og B2 i lok skólaársins.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.