Menntamál - 01.09.1936, Side 53

Menntamál - 01.09.1936, Side 53
MENNTAMÁL 131 meiru en hæfileikar. Það verður hverjum að list, sem hann leikur. Umfram allt, reynið að gera ykkur sem ljós- asta grein fyrir hæfileikum ykkar og áhugamálum. Þá l'áið þið takmark til að stefna að. Þegar hugur fylgir máli og störfum, þá er lífið ekki lengur tómlegt eða tilgangs- laust. „Þeklctu sjálfan þig“, sagði gamli spekingurinn. Það er góð regla fyrir námsmann, sem er jafnfrjáls og nú er raun á um unglinga. Það er ekki tilgangur kennaranna, að gera mann í sinni mynd, heldur að reyna að koma unglingnum til þess þroska, sem honum er áskapað að geta náð, og um það valdið þið nemendurnir sjálfir mestu. III. Þið fáið stundaskrá þegar þið komið í skólann. En sú stundarskrá er ónóg. Þið þurfið að gera ykkur aðra töflu við ykkar eigin liæfi. Þið skuluð reyna fyrir ykkur fyrstu vikurnar og breyta henni, þar til þið finnið að hún er við ykkar hæfi — og fylgja henni svo! Stundarskrá skól- ans er miðuð við daga. Þeir eru misþungir. Það er erfitt að koma öðru við. En ykkar einkatöflu getið þið miðað við vikuna, og fellt úr og bætt við svo dagarnir verði nokkurnveginn jafnir. Þó er bezt að hafa laugardagana og sunnudagana frjálsa. Það eru verðug laun í lok góðr- ar viku. Það hjálpar til að halda starfsskrána, að vera alfrjáls einstöku sinnum. Hugurinn þarf einstaka sinnum að reika. Félagsþarfir, umgengni og liollar nautnir heimta sinn skerf. Á einkatöflunni skiftið þið tímanum milli námsgreina. Átta stunda starf samtals, daglega, er engum ofætlun. Og níu stundir skemma engan, sem er fullhraustur. Þá eru 3—4 stundir til heimastarfs, og þessum tíma þarf að skifta réttvíslega milli viðfangsefna. Niðurjöfnunin fer eftir því, hve erfiðar námsgreinarnar reynast ykkur. Það er ekki víst að þær greinar, sem þyngstar eru, þurfi lengri tíma en aðrar, ef rétt er raðað. Sjálfsagt er að byrja á 9*

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.