Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 7

Menntamál - 01.12.1936, Side 7
menntAmál 165 læst, segjum 9 ára gamalt, stendur að öðru jöfnu ólíkt betur að vígi til bóklegs náms en jafnaldrinn alveg ólæs eða stautandi. Eða berum saman þrjú 12 ára börn, eitt tes 500 atkv. á mín, annað 250 og það þriðja 100 atkv. á mín. (Eg miða hér við lestur í hljóði). Hraðlæsasta barnið þarf ekki að vera gáfaðra en miðlungsbarnið, en að visu miklar likur til að það sé gáfaðra en hið síðast- talda, en aðstöðumunur þessara þriggja barna til bóklegs náms og til afreka i bóklegum skóla er geisimikill. III. Eg' vil nefna tvö dæmi úr lífinu, sem skýra þetta vel. Fyrsta veturinn, sem Austurbæjarskólinn starfaði, var hér 13 ára drengur í 3. bekk. Ástæðan til þess, að liann var svona neðarlega, (bekkir skólans voru þá 8) var sú, að hann var gersamlega ólæs. Að öðru leyti var hann ekki áberandi illa gefinn og um margt myndarlegur. Nú hefir þessi drengur t. d. þegar unnið afrek í íþróttum, fengið t. d. 1. verðlaun í ísl. glímu baeði fyrir fegurðax- og kappglímu unglinga. En þið getið liugsað ykkur, hvaða árangur hið bóklega nám hans bar hér í skólanum. En ekki nóg með það, heldur vai'ð þráfaldlega að flytja hann grátandi í skólann, sakir þess, að hann fyrirvarð sig fyrir að vera svona langt á eftir jafnöldrunx sínum. Hitt dæm- ið er af dreng, sem 14 ára gamall las aðeins ca. 35 atkv. á minútu. Hann er heldur ekki heimskari en almennt gerist og virðist margt benda til þess, að liann geti orðið dugnaðar- og afreksmaður í einhverri grein. En það var eins með hann og hinn fyrrnefnda, að hann hafði verið mjög vanræktur um lesturinn, komið seint í skóla og haldizt þar illa við vegna þess, hve langt hann var á eftir jafnöldrunum i lestri, og þar af leiðandi í öllu bóklegu námi. Það þarf ekki í grafgötur að leita, lil að láta sér skiljast, hversu varanleg og óheillavænleg áhrif aðstaða sem þessi

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.