Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 8

Menntamál - 01.12.1936, Page 8
16(5 MENNTAMÁL getur liaí'l á lilulaðeigandi börn, ekki einungis sem haft á þekkingarleitina, lieldur einnig á skapgerð þeirra, lífs- gleði og hamingju. IV. Eg hefi nú stultlega minnst á gildi lestrarkunnáttunn- ar fyrir fullorðna og börn. Verður það naumast of- metið. Allt um það er með einum Iiætti hægt að gera lestrinum of hátt undir liöfði, og vegna þess að á því getur verið nokkur hætta, og hún alvarleg, vil eg vara við henni strax. Hættan er sú, að lestrarnámið sé gert að aðaltilgangi skólastarfsins og sett ofar sjálfu þroska- uppeldi barnsins. Til dæmis má telja mjög sterkar líkur til þess, að séu hörn, einkum mjög ung, þvinguð til lestr- ar, án eðlilegs sambands við hiun barnslega hugmynda- og áhugaheim, þá verði afleiðingin ýmiskonar tugaveikl- un, er komi fram fyrr eða síðar, stundum strax, stundum á fullorðinsárum. Þessar ástæður eru þungar á metunum sem meðmæli með þeini lestrarkennsluaðferðum, sem bezt eru í sam- ræmi við eðli barnanna, hugsunarhátt þeirra og áliuga- viðhorf. V. Þegar litið er á mikilvægi lestrarkunnáltunnar fyrir hörn og fullorðna og erfiðleilca og vanda lestrarnámsins er sízt að undra, þótt lestrarkennsla hafi verið eitt aðal- viðfangsefni barnauppeldisins. Enda er það svo, að lest- ur og leslrarkennsla hefir verið íhugunar- og rannsóknar- efni margra merkustu harnavina síðari tíma. T. d. um þetta má henda á það, að amerískur maður, William Scott Gray að nafni, telur i hókaskrá er hann gaf út 1925, að í Englandi ogBandarikjumNorðui--Ameríku einum saman, hafi komið úl 436 ritgerðir og bækur um lestur á tímabil- inu, frá 1884—1924 og hefir ]jó margt bætzt við síðan, og margt verið um þessi mál ritað i öðrum löridum.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.