Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 9

Menntamál - 01.12.1936, Page 9
MENNTAMÁL 167 Nú skal vikið nokkuð að rannsóknum þessum. Áður en eg ræði um þær eiginlegu uppeldisfræðilegu rannsókn- ir vil eg drepa á tilraunir gerðar í sálfræðilegum rann- sóknarstofum á seinni liluta 19. aldar og í byrjun þeirr- ar 20. Þessar rannsóknir voru gerðar eingöngu í sálfræði- legum tilgangi, en liafa samt sem áður feikna þýðingu, sem grundvöllur undir uppeldisfræði-tilraunimar, er síð- ar voru gerðar. Fj7rstu rannsóknirnar lutu einkum að því á livern hátt menn skynjuðu orðin, þegar lesið er. Um 1844 þóttist Valentinus komast að raun um, að menn skynjuðu þrjá stafi í einu, en nokkuru síðar færði Catell við háskólann í Leipzig sterkar líkur að því, að menn skynjuðu orð og oft heilar setningar í senn fremur en einstaka stafi. Þessar athuganir Catello voru hrátt stað- festar af fleiri sálfræðingum og fullsannaðar, t. d. með því, að sýnt var fram á, að menn gætu þekkt orð, jafnvel þótt liver einstakur stafur væri of lítill til þess að hægt væri að greina hann út af fyrir sig. Þá voru einnig færðar sönnur á það, að menn skynjuðu yfirleitt fleiri stafi >og orð í senn, ef lesefnið væri áður lcunnugt. En langmesta athygli vakli uppgötvun Javals í háskól- anum i Paris 1879. Hann varð fvrstur manna til þess að veita því athvgli, að þegar lesið er, hreyfast augun i sveifl- um eða rykkjum eftir linunni með hvíldum á milli. Javal hafði mjög ófullkomin tæki. Allt um það varð hann margs áskynja, sem öðrum hafði skotizt yfir. Hann sá t. d. fyrir, það er síðar varð almennt rannsóknarefni, og þykir nú nokkurnveginn óyggjandi, að lesturinn, skynjun orðanna og stafanna, fer aðallega fram meðan augun eru kyrr, en lítið eða ekki meðan á hreyfingunum stendur. En vegna hinna ófullkomnu tækja skjátlaðist Javal í ýmsum atriðum t. d. í því, að hann taldi að augun tækju hvíld reglulega við 10. livern staf. — Þessar uppgötvanir Javals um augnahreyfingarnar urðu upphaf að mörgum öðrum rannsóknum, t. d. ályktaði Sandholt, er hélt áfram rann-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.