Menntamál - 01.12.1936, Side 21
MENNTAMÁL
179
tækifæri til að hlaupa, ganga, leika sér og jafnvel borða.
Það er ekki gott að segja nákvæmlega, hve löngum tíma
þarf að eyða í þessar æfingar. Það er algerlega undir and-
legum þroska nemendanna komið. Þannig myndi t. d.
við börn frá góðum heimilum, þar sem mikið er talað,
og þar sem er mikið liugsað um börnin, nægja hálfur
mánuður. Yið minna þroskuð börn myndi efalaust þurfa
að eyða talsvert lengri tima og miklu lengri við vanþroska
börn.
Eftir þennan liálfan mánuð, eða hvað það nú er, eru
rituð á spjöld nöfn allra hluta í kennslustofunni og þessi
spjöld eru lálin á sjálfa hlutina. Þannig hafa rituð tákn
verið tengd við hvern hlut í kennslustofunni. Þessar sýni-
legu myndir orðanna eru ekki settar upp allar í einu. Á
liverjum degi er nokkrum bætl við, þær sem fyrir eru
og áður eru orðnar þekktar. Jaínframt eru nöfn allra
nemendanna rituð á spjöld. Börnin læra mjög fljótt sín
eigin nöfn, nöfn nágrannanna og brátt þekkja þau nöfn
allra barnanna.
Skipanirnar og hlutanöfnin, sem og nöfn barnanna, eru
nú rituð á önnur spjöld og nú byrjar kennarinn einnig
að rita á töfluna. Börnin venjast fljótt á að bera saman
skipanirnar og nöfnin á töflunni og spjöldunum.
Nú koma til sögunnar hinir margvíslegu uppeldisleikir
Decroly. Endurtekning bætist á endurtekning ofan og fer
allt fram í leikjum. Hvert einasta barn á í dálítilli möppu
safn af spjöldum, þar sem á eru ritaðar skipanirnar og
nöfnin, sem þau þekkja. Nú leilca börnin sér á margvis-
legan hátt, t. d.:
1) Kennarinn bregður upp spjaldi með fyrirskipun, og
hvert barn á að leita meðal spjaldanna sinna að fyrir-
skipuninni, sem sýnd er. Það sýnir spjaldið og fram-
kvæmir það sem slcipað er.
2) Kennarinn sýnir eða skrifar á töfluna nafn á hlut.
Barnið leitar meðal spjalda sinna að sarna nafni.
12*