Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 29

Menntamál - 01.12.1936, Side 29
MENNTAMÁL 187 sem öll eru eins í einhverju atkvæði or'ðsins. Tökum t. d. orðið hús. Þá finna börnin: húsbóndi, húsmóðir, hús- freyja, liúsdyr, húsdýr, eldhús, húsameistari, Húsavík, fjáriiús o. fl. o. fl. (Hefi eg reynslu fyrir því, að börn hafa gaman af að fást við þetta). Þá er og golt að láta ixirnin skrifa upp úr stílum sín- um ákveðin orð o. fl., t. d.: A. Skrifið upp nafnorðin, sem þið finnið i stílnum. B. Beygið öll samnöfnin. C. Sltrifið öll nafnorðin i stilnum í þessari röð: a) Sérnöfnin. h) Samnöfnin i karlkyni. c) Samnöfnin í kvenkvni. d) Samnöfnin i hvorugkyni. D. Skrifið öll orðin i stílnum, sem liafa tvöfaldan samliljóða. E. Skrifið allar sagnir i stílnum: a) Þær sem liafa sterka beygingu. , h) Þær sem liafa veika beygingu. F. Skrifið öll orð í stílnum, er þýða hér uni bil hið sama. II, Skrifið allar innskotssetningar. I. Skrifið stílinn í annari tíð (t. d. nútið í stað þátið eða öfugt) o. s. frv. Að lokum skal eg fara nokkrum orðum um leiðrétt- ingarnar. Sumir kennarar líta svo á, að þær hafi vafa- samt gildi. Fer það að sjálfsögðu mikið eftir því, hvernig leiðréttingunum er liagað. En að mínu áliti má aldrei sleppa leiðréttingu. (Eg man að eg varð mjög undrandi á einu kennaraþingi, þar sem nokkrir kennarar lýstu þvi yfir, að þeir legðu litið upp úr leiðréttingu stila og leið- réttu stundum alls ekki. Eg hefi nú kennt stafsetningu í 26 ár og aldrei skilað einum einasta stil óleiðréttum ennþá). Og eg vil leggja ríka áherzlu á það, að hvernig sem leiðréttingunni er hagað, þá er hún aldrei gagnslaus,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.