Menntamál - 01.12.1936, Page 30
188
MENNTAMÁL
og má því aldrei niður falla. Hún orkar ósjálfrátt á börn-
in, knýr þau lil vandvirkni í stafsetningunni og fækkar
þannig villunum. Því eru stílarnir yfirleitt með færri
stafsetningarvillum, en öll önnur skrifleg úrlausnarefni
nemenda (t. d. vinnubækur, skril'leg próf o. fl.) Þessu
befi eg tekið eftir, og rannsóknir erlendra kennara hafa
leitt þetta í ijós. Eg segi þvi hiklaust: Leiðréttið stílana
vel og vandlega.
Eg hefi aðeins minnst á stafsctningarkennsluna (í
þrengri merkingu), en ekkert á stílagerð, eða ritgerðar-
efni, val þeirra og undirbúning. Hefi eg gert þetta með
ráðnum liug og ætla ekki að fara lit í þá sálma þessu
sinni, enda yrði slíkt of langt mál.
En það er von mín, að þið heiðruð starfsystldni mín,
séuð mér sammála um, að islenzkum barnaskólum sé
skylt, að rækja sem bezt móðurmálskennsluna og leggja
þar þá undirstöðu, sem sanngjarnt er að krefjast.
(Og svo bið eg ykkur taka viljann fyrir verkið).
Kvekaraskólinn að Eerde.
Ýmsir munu minnast þess, að Hollendingurinn baron
van Pallandt gaf Indverjanum Krishnamurti höll eina
mikla og gamla í Hollandi, sem Eerde lieitir. Fylgdi henni
land mikið og 30 bændabýli. Árið 1931 skilaði Krislina-
murti öllu þessu aftur, því að hann hafði þá leyst u]jp
Stjörnufélagið, sem hafði bækistöð sina að Eerde, og
vildi ekki binda við sig shkar eignir.
í sumar kom eg að Eerde; hefi eg ekki komið þar siðan
baróninn tók aftur við eigninni. Ilefir höllin nú verið
leigð kvekurum og hafa þeir þar barna- og unglingaskóla,