Menntamál - 01.12.1936, Page 44
202
MENNTAMÁL
Skðlastjóramót.
Eftir Freystein Gunnarsson skólastjóra Kennaraskólans.
Á siðastliðnu sumri gekkst Norræna félagið fyrir þvi, að
allir kennaraskólastjórar á norðurlöndum voru boðaðir
til móts á Hindsgavl á Fjóni fyrstu dagana í ágúst. Til-
gangur mótsins var fyrst og fremst sá, að ræða um og bera
ráð sín saman um kennaramenntun á norðurlöndum og
kynnast nýjungum í þeim efnum.
Mót þetta sóltu rúmlega finnntiu manns, þar af undir
íuttugu konur, þvi að þeim var boðið með. En fulltrúar
frá kennaraskólum voru um þrjátíu. Alls munu vera upp
undir fimmtíu kennaraskólar á norðurlöndum. Mest var
þátttakan frá Danmörku, eins og gefur að skilja. Frá Finn-
landi komu aðeins tveir, og friá íslandi aðeins undirritaður
ásamt konu sinni.
Sunnudaginn 2. ágúst að morgni lögðu þátttakendur af
stað með hraðlestinni frá Kaupmannahöfn, þeir sem þá
leið fóru, en það voru flestir. Á leiðinni var staðið við í
Odense, og var skoðað þar H. C. Andersens safnið og St.
Knuds lcirkja. Til Hindsgavl var komið um kvöldið, og
var þar fyrir stjórnandi mótsins, dr. Ernst Kaper borgar-
stjóri í Kaupmannahöfn. Setti hann mótið um kvöldið
og gerði grein fyrir tilhögun allri og lagði mönnum nauð-
synlegustu lífsreglur. Mótið skyldi standa i fjóra daga
og skiptast á erindi og umræður og ýmis skemmtiatriði
inn á milli. Var fyrirfram kosinn maður fyrir hvern
dag til þess að hafa á hendi fundarstjórr ag alla umsjón
með því, sem fram átti að fara. Var til pess valinn Svíi
fyrsta daginn, Finni annan daginn, íslendingur þann
þriðja og Norðmaður þann fjórða.
Störf hófust á mánudagsmorgun með því, að Skole-
konsulent Kaalund Jörgensen flutti yfirlitserindi um