Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 60

Menntamál - 01.12.1936, Page 60
218 MENNTAMÁL gleymanlegur þeim, er hafa kynnst lionum. Hann hefir frábært minni, en um leið slcarpan skilning og sívak- andi, eldlegan áhuga. Bók sú, er að framan greinar, er fyrst og fremst vísindaleg barnasálarfræði. Þó er seinni lilutinn upp- eldisfræðilegs eðlis. Það leynir sér þó ekki, að liöfund- urinn er heitur og einlægur trúmaður, en jafnframt mjög frjálslyndur og fjarri þvi að einskorða sig við kennisetningar. Fyrirsagnir helztu kafla bókarinnar eru: Trúartilfinningin. Ástin. Fyrsta tilbeiðslan. Fyrsta trúar- lega hugarstríðið. Guð hinnar stækkuðu fjölskyldu. Guð í heiminum. 1 ætt við Guðs Anda. Uppeldisfræðilegar athugasemdir. Niðurstöður, sálarfræði og guðfræði. Eg hefi því miður ekki rúm til þess að gera efni bók- arinnar itarlega skil að sinni, þar sem eg tel ekki hægt að gera það i mjög stuttu máli, án þess að eiga á hættu að gefa villandi hugmynd um kjarna málsins. Áhuga- menn í þessari grein ættu að afla sér bókarinnar og lesa hana vandlega. S. Th. Kennarar og kristindómnr. Það bar við á safnaðarfundi í Reykjavík, eigi alls fyrir löngu, að deilt var allfreklega á kennarastéttina fyrir guðleysi og andstöðu við kristindóminn. I því sam- bandi var rætt um nauðsyn þess að stofna sérstaka kristilega skóla, bæði barnaskóla og unglingaskóla. Það er nú ekki út af fyrir sig í frásögur færandi, þótt kenn- arar verði fyrir órökstuddu aðkasti, en það sögulega við þessa árás er það, að tveir stéttarbræður vorir gengu þar fram fyrir skjöldu. Sýnist óneitanlega, að drengi- legra hefði verið fyrir þessa drottins útvöldu, að ræða

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.