Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Page 67

Menntamál - 01.12.1936, Page 67
menntamál 225 synlegir leiðarsteinar, en árangur skólastarfsins veltur fyrst og fremst á persónuleik kennarans, áhuga hans, festu og hugkvæmni. Starfskrá skólanna og verkefni verða að vera síung, þau verða eðlilegast til i þvi samstarfi kennaranna, sem hinum væntanlegu námsstjórum er ætlað að leiða. Eg hefi ekki hirt um að láta verkefni i einstökum grein- um fylgja þessum tillögum. Vil eg vísa til tveggja ágætra bóka, sem gefnar hafa verið út að tillilutun fræðslumála- stjórnarinnar, Leiðbeiningar um vinnubókargerð og Skrift og skriftarkennsla. Væri æskilegt, að fleiri slikar bækur væru gefnar út, t. d. i handavinnu, íþróttum og leikjum, og leiðbeiningu um söfnun náttúrugripa og fræðslu i ýmsum hagnýtum efnum. Reykjanesskóla, 17. júní 1936. Aðalsteinn Eiríksson. Fpiðarverðlaun. Heimssamkeppni Sögufélagsins nýja. (The Ne~w History Society, 132 East 65th Street, New York). Nýja Sögufélagið í New York heitir alls 5.000 dollara verð- launum fyrir beztu ritgerðir um efnið: „Hvernig getur fólk jarð- arinnar komið á allsherjar afvopnun*1?*,) Fyrstu heimsverðlaun eru 1000 dollarar, 2. heimsverðlaun 600 dollarar, 3. heimsverð- laun 400 dollarar. Sex verðlaun, 200 dollara, verða veitt eftir álfum fyrir beztu ritgerðir frá: Evrópu, Asiu, Afriku, Ástraliu og Nýja-Sjálandi, Mið- og Suður-Ameríku, Norður-Ameriku. Þá er loks 1800 dollarar, sem á að úthluta í 50 dollara verðlaun- um til þátttakenda frá einstökum þjóðum, og getur hver þjóð fengið fleiri en ein verðlaun, ef svo ber undir. Samkeppnin hefst 1. nóv. 1936, og er úti 1. mai 1937. Allir geta tekið þátt i sam- keppninni, hvar sem þeir eru búsettir á hnettinum. *) Á ensku: „How can the people of the world achieve uni- versal disarmament?" 15

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.