Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 68

Menntamál - 01.12.1936, Side 68
MENNTAMÁL 22 G „Ilfflur daganna“. Snemma í fyrrahaust kom hér á bókamarkaðinn ný skáldsaga eftir ungan og ó- þekktan höfund. Sagan hét: „Bræðurnir í Grashaga“, en höfundur hennar Guðmundur Daníelsson, og er barnakenn- ari norður í landi. Skömmu eftir útkomu bókarinnar var það, að maður spurði mann: „Hefir þú lesið Bræðurna í Grashaga?“ Þessi saga vakti sem sé töluvert mikla athygli. Hún fékk sína dóma, bæði í samtali manna og eins í blöð- um og tímaritum. Þótt þeir dómar væru mjög ósam- hljóma, bar þeim öllum sam- an um eitt: Hér var kominn fram nýr og eftirtektarverðnr höfundur, með óvenjulega skemmtilega frásagnargáfu og stílleikni. Hitt leyndist þó engum, að höfundur sögunnar var undir mjög sterkum áhrif- um frá Laxness. Sagan liafði skrifast í eldmóði þeirrar hrifn- ingar, sem verk Laxness höfðu vakið hjá höfundinum. Beri mað- ur saman lokaþátt eða síðustu blaðsiðu Bræðranna i Grashaga og síðustu blaðsíðu „Fuglsins í fjörunni“, þá leynir sér ekki eftirlíkingin. Blærinn er hinn sami. Stefið um rjúpuna i runnin- um minnir óþægilega á stefið um fuglinn í fjörunni. Á þetta at- riði er þó ekki drepið hér, sem hið sannasta dæmi eftirlíking- ar, slík dæmi má finna á næstum hverri opnu bókarinnar. Þvi miður. En þrátt fyrir þetta varð þó öllum ljóst, að Guðmundur Daníelsson myndi i eigin brjósti eiga nóg af skáldlegum hug- myndum og þótti því öllum, er söguna lásu, hún mjög eftirtekt- arverð. — Síðan leið eitt ár. Nú í haust kom út ný s’aga frá hendi sama höfundar. Hún er framhald liinnar sögunnar og ber nafnið: „Tlmur daganna“. Aðalpersóna þessarar sögu er drengur

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.