Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Síða 69

Menntamál - 01.12.1936, Síða 69
MENNTAMÁL 227 að’ nafni Örn Sverrisson. Sagan lýsir bernsku og æskuárum hans. Mestur hluti hennar gerist i sjóþorpi austanfjalls. Nokkur hluti í Vestmannaeyjuni og lokaþátturinn uppi í sveit, i Grashaga, þar sem fyrri sagan hófst. Þar sem drengurinn, Örn Sverrirsson, fædd- ist. Fæðing þessa drengs er og einnig orsök beggja þessara sagna og markar atburðunum rás. Lýsingin á þessari aðalpersónu sög- unnar er viðast mjög góð og sumstaðar með ágætum. Skilningur höfundarins á sálarlífi drengsins og áhrifmn þeim, er móta skap- gerð hans, er mjög næmur. Það er þó engan veginn svo, að Erni Sverrirssyni einum séu gerð þannig skil i sögunni. Höfund- urinn hefir nefnilega, með þessu verki sinu, skapað fjölda af persónum og tekizt það þannig, að lesandinn þekkir þær eftir leslurinn. Þá er vel. Þó verður að gera þar undantekningu. Stúlk- an, sem Örn kynnist á leið til Vestmannaeyja, er óeðlileg. Kafl- inn um kynningu þeirra raunar óþarfur með öllu, þar sem hann virðist engan sérstakan tilgang hafa. Þá er og Gestur í Gras- haga með öllu óskiljanleg persóna. Hann og allt hans málæði er ósatt og fer illa i jafn raunhæfri sögu og „Ilmur daganna“ annars er. En sleppum því. Það, sem í stuttu máli má segja um „Ilm daganna", er það, að sagan er i flestu framför frá „Bræðr- unum í Grashaga“. Með því er talsvert sagt. Þar er yfirleitt betur gengið frá persónunum og stillinn er mun sjálfstæðari. Höf- undurinn er þó ekki algjörlega laus við áhrifin frá Laxness, en hefir nú eignast og náð valdi á sinum eigin frásagnarhætti. Iíinn eiginlegi stíll lians er víðast viðfeldinn og skemmtilegur, þó að stundum virðist manni hann tilgerðarlegur um of. Eftirtekt höf- undarins er mikil og samlíkingar hans lieilsteyptar, eins og t. d. þessi: „Hugsunin smang eins og hnífur inn í eðli hans og út um sárið rann tilgangur og gildi lífsins eins og blóð.“ Annars er þessi setning ekkert sérstök, svo að segja á hverri blaðsiðu bókarinnar má finna bæði vel og skáldlega að orði komizt. Guð- mundur Daníelsson er nefnilega mikið skáld og býr yfir óvenju- legum persónulegum krafti. Þessvegna má mikils af honum vænta. Eg heifi i þessum línum ekki ætlað mér að rekja hér efni þess- ara sagna eða leiða hugann að því, hvaða markmið höfundur þeirra hefir sett sér með þeim. Hvaða lífsskoðanir eða boðskap þær flytja. Á það er heldur ekki gott að leggja dóm, þar sem auðséð er, að sögu Arnar Sverrirssonar er ekki lokið með „Ilmi daganna“. Niðurlag hlýtur að koma síðar. Eg vil aðeins, að þessi orð mín megi flytja höfundi sagnanna þakkir fyrir það mikla starf, sem hann með þeim hefir af hendi leyst í hjáverkum frá farkennslu norður i landi og vegavinnu austur í sveitum. Eg 15*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.