Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Síða 78

Menntamál - 01.12.1936, Síða 78
236 MENNTAMÁL Geir Gígja: Jutragróður, fegurð hans og fjölbreyltnL GefiS út á kostnað höfundarins. Reykjavik 1936. ísafoldarprentsmiðja h/f. Það er mikill viðburður i sögu íslenzku barnaskólanna, þegar ódýr, handhæg og vel samin kennslubók bætist i fáskrúðugan hóp skólabókanna. Það stendur starfi skólanna meira fyrir þrif- um en flest annað, hvað kennararnir hafa fáar handbækur og börnin fáar hentugar námsbækur. Geir Gígja hyggst að bæta úr hvortveggja, og tekst það ágætlega, sérstaklega þegar litið er á það, að bókin er aðeins 48 blaðsíður. í innganginum, sem hann nefnir Ríki hinnar fögru Flóru, segir hann meðal annars: „Þær (jurtirnar) breyta hinni dauðu náttúru í lif. Sífellt skapa þær lífræn verðmæti úr ólífrænum efnum. Þær matreiða úr loftinu mjölvi og breyta steinum i brauð.“ — Annar kaflinn, nærri helm- ingur bókarinnar, er um líf jurtanna. Átta næstu kaflar eru um jurtasöfnun, nafngreiningu og ákvörðun jurta, þurrkun þeirra, upplímingu og niðurröðun í jurtasafn, gróðurathuganir, jurtir og skordýr og nauðsynlegustu söfnunartækin. Síðast í bókinni er sýnishorn vinnuskrár í grasafræði. í bókinni eru 65 tölusettar myndir. Geir fylgir þar venjulegri niðurröðun visindarita i þess- ari grein. Hann byrjar á einföldustu jurtunum. Hverri mynd fylgir smáletursgrein, þar sem getið er um fundarstað jurtarinnar, hve- nær hún verður fullþroska og hvaða' hæð hún hefir þá náð. Bókin mun ná mikilli útbreiðslu i eldri bekkjum barnaskólanna, En þá vantar ennþá handhæga hók handa yngri bekkjunum. Hannes M. Þórðarson. L. G. Sjöholm: Andri litli á sumarferðalagi. Rvik, 1936. Þýðandi og útgefandi ísak Jónsson. Andri litli á vetrarferðalagi eftir sama höf., kom út i fyrra. Báðar þessar bækur eru i senn ágætar lesbækur og kennslu- bækur í átthagafræði. Hljóta þær að verða kærkomnar, bæði skólum og heimilum. Viðar. Ársrit íslenzkra héraðsskóla, er nýkomið út. Ritstjóri Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Ritið er um 200 bls., prýtt myndum og prentað á góðan pappír. Flytur það margar góðar greinar, bæði um héraðsskólamál og uppeldismál almennt. Ritið á erindi til allra, einkum kennara. Dvöl, Reykjavík. Mánaðarrit til fróðleiks og skemmtunar. Sept. —okt. 1936. Dvöl er mjög fjölbreytt að efni. Flytur sögur og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.