Menntamál


Menntamál - 01.12.1936, Side 78

Menntamál - 01.12.1936, Side 78
236 MENNTAMÁL Geir Gígja: Jutragróður, fegurð hans og fjölbreyltnL GefiS út á kostnað höfundarins. Reykjavik 1936. ísafoldarprentsmiðja h/f. Það er mikill viðburður i sögu íslenzku barnaskólanna, þegar ódýr, handhæg og vel samin kennslubók bætist i fáskrúðugan hóp skólabókanna. Það stendur starfi skólanna meira fyrir þrif- um en flest annað, hvað kennararnir hafa fáar handbækur og börnin fáar hentugar námsbækur. Geir Gígja hyggst að bæta úr hvortveggja, og tekst það ágætlega, sérstaklega þegar litið er á það, að bókin er aðeins 48 blaðsíður. í innganginum, sem hann nefnir Ríki hinnar fögru Flóru, segir hann meðal annars: „Þær (jurtirnar) breyta hinni dauðu náttúru í lif. Sífellt skapa þær lífræn verðmæti úr ólífrænum efnum. Þær matreiða úr loftinu mjölvi og breyta steinum i brauð.“ — Annar kaflinn, nærri helm- ingur bókarinnar, er um líf jurtanna. Átta næstu kaflar eru um jurtasöfnun, nafngreiningu og ákvörðun jurta, þurrkun þeirra, upplímingu og niðurröðun í jurtasafn, gróðurathuganir, jurtir og skordýr og nauðsynlegustu söfnunartækin. Síðast í bókinni er sýnishorn vinnuskrár í grasafræði. í bókinni eru 65 tölusettar myndir. Geir fylgir þar venjulegri niðurröðun visindarita i þess- ari grein. Hann byrjar á einföldustu jurtunum. Hverri mynd fylgir smáletursgrein, þar sem getið er um fundarstað jurtarinnar, hve- nær hún verður fullþroska og hvaða' hæð hún hefir þá náð. Bókin mun ná mikilli útbreiðslu i eldri bekkjum barnaskólanna, En þá vantar ennþá handhæga hók handa yngri bekkjunum. Hannes M. Þórðarson. L. G. Sjöholm: Andri litli á sumarferðalagi. Rvik, 1936. Þýðandi og útgefandi ísak Jónsson. Andri litli á vetrarferðalagi eftir sama höf., kom út i fyrra. Báðar þessar bækur eru i senn ágætar lesbækur og kennslu- bækur í átthagafræði. Hljóta þær að verða kærkomnar, bæði skólum og heimilum. Viðar. Ársrit íslenzkra héraðsskóla, er nýkomið út. Ritstjóri Þóroddur Guðmundsson frá Sandi. Ritið er um 200 bls., prýtt myndum og prentað á góðan pappír. Flytur það margar góðar greinar, bæði um héraðsskólamál og uppeldismál almennt. Ritið á erindi til allra, einkum kennara. Dvöl, Reykjavík. Mánaðarrit til fróðleiks og skemmtunar. Sept. —okt. 1936. Dvöl er mjög fjölbreytt að efni. Flytur sögur og

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.