Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XX., 6. OKT.—NÓV. 1947 JAKOB KRISTINSSON, fyrrv. fræðslumálastjóri: Skólastörf Snorra Þegar Snorri Sigfússon skólastjóri varð sextugur 31. ágúst 1944, urðu ýmsir þjóðkunnir merkismenn til þess að skrifa um hann afmælisgreinar. Var í greinum þessum margan fróðleik að fá um manninn. Var þar getið helztu áfanga á ævileið hans, uppvaxtar hans og skólagöngu utan lands og innan, verkstjórnar hans á nokkrum höfuðbólum, forgöngu hans um söngmenntir og stofnun sparisjóðs og lestrafélaga, átaka hans og atorku í félagsmála- og menn- ingarsókn kennara, forystu hans í sveitastjórnarmálum um langt skeið, hins geysimikla brautryðjandastarfs, er hann vann á sviði síldarmats og síldarútflutnings um tugi ára, og loks skólastjórnar hans og kennslu. Aðrir sneiddu að mestu hjá æviáföngum, en lýstu fremur skap- gerð hans og hæfileikum. Allt var þetta gott og blessað, greinarnar vel og vinsam- lega skrifaðar. En hins er þó eklci að dyljast, að þeir, sem sæmilega mikil kynni höfðu af Snorra Sigfússyni sem skólamanni og uppeldisleiðtoga, söknuðu mjög eins: Um skólastjórn hans, kennslu og uppeldisáhrif, bæði innan skóla og utan — um þetta var fremur lítinn fróðleik að fá í afmælisgreinunu.m, tiltölulega miklu minni en um sumt annað, sem hann vann. Og þó mun það mála sann- ast, að stærstur hafi Snorri verið innan skólaveggjanna og þar hafi hann unnið sitt mikilvægasta og ágætasta starf, enn þá ágætara en síldarmatið og öll önnur störf hans, þótt mikilvæg hafi verið og margvísleg.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.