Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 5

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 5
menntamál 131 eggjaður mjög á það af einum kennara sinna, að snúa sér eingöngu að söng- og íþróttanámi, en ekki voru tiltök á því sökum fjárskorts. Þegar Snorri var á Storð, bar svo við einhverju sinni í kennslustund að kennari nokkur, Norðmaður mikill, en ekki að sama skapi menntaður og fróður, fullyrti að hirð- skáld Noregskonunga til forna hefðu jafnan verið norskir menn. Snorri andmælti þessu þegar og þuldi upp nöfn margra íslendinga. Kennarinn reiddist, en nemöndunum var dillað, því að hann var ekki vinsæll. Síðan kærði hann Snorra fyrir skólastjóra og krafðist þess, að annað hvort bæði hann sig afsökunar eða væri vísað úr skóla. Varð úr þessu þjark nokkurt. En skólastjóri taldi, að Snorri hefði farið með rétt mál, en viðurkenndi hins vegar, að hann hefði ekki átt að gera uppsteyt þennan í kennslustund, en mun þó hafa metið einurð hans og ekki undrazt, þótt hon- um hlypi kapp í kinn við rangmæli kennarans. Síðan hjaðnaði þessi bólan, en Snorri var fenginn til þess að flytja í skólanum erindi um íslenzku skáldin. Hafði hann mikla sæmd af málinu og bar fullan sigur úr býtum. Saga þessi er merkileg að því leyti, að hún ber glöggt vitni um nokkra af hinum mikilvægu og ágætu eðlisþátt- um Snorra: Þjóðrækni hans, dirfsku og viðbragðsflýti, sem hann á flestum mönnum framar. Þetta var og ekki eina skiptið, er hann gekk fram fyrir skjöldu, er honum þótti skugga varpað á réttmætan hróður þjóðar sinnar. Maður nokkur að nafni Per Lykkesyst hafði ferðazt um ísland sumarið 1908. Þegar hann kom aftur heim til Nor- egs, ritaði hann margar greinar í Morgen Avisen í Bergen °g bar okkur illa söguna um margt, en fór rangt með annað. Snorri brá við þegar og skrifaði langa grein í Bergens Tidend til andsvara þessum manni og hrakti snarplega skekkjur hans og skrök. — Næsta vetur eftir uð þetta bar við kom út í Noregi ný og skrautleg útgáfa uf Sæmundar-Eddu. Skrifaði skáldið Árni Garborg for-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.