Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 6

Menntamál - 01.11.1947, Qupperneq 6
132 MENNTAMÁL mála að bókinni og komst þar meðal annars svo að orði um Eddukvæðin: „Ikkje eingong eitt av kvædi höjrer Island til.“ Þetta þoldi Snorri ekki. Skrifaði hann grein í Gula Tid- end í Bergen og andmælti þessum orðum Garborgs með rökum, er duga þóttu vel. Hefur Snorri skýrt svo frá, að erfitt mundi sér hafa orðið um rökin, ef eigi hefði hann verið svo heppinn að hafa við höndina greinagerð og rök B. M. Ólsens um þetta atriði. Hafði Snorri í þessu máli eindregið fylgi þeirra Lars Eskelands, skólastjóra á Voss, prófessors Paasche og dr. Th. Hannaas. Löngu seinna komst Snorri að því, að Ólsen hafði lesið grein hans og látið vel yfir. Auk greina þeirra, er nú voru nefndar, ritaði Snorri margar aðrar um íslenzk efni í Bergens Tidend. Hann flutti og erindi um íslenzkt uppeldi í Vestmannalaget í Bergen og söng þar íslenzka söngva að tilhlutun Lars Eskelands, sem var einn af aðalforráðamönnum hins geysi- fjölmenna félagsskapar. Reyndist Eskeland Snorra jafnan frábærlega vel. Lítur Snorri svo á, að enginn maður hafi haft eins mikil og góð áhrif á sig og Eskeland, enda hefur gáfum hans, mannkostum og göfuglyndi verið við brugðið. Snorri átti nálega ávallt og hvarvetna hinu bezta að mæta hjá Norðmönnum og kunni vel við sig í þeirra hóp. En er náminu lauk, tók hann þegar að hugsa til heimferðar. Og til íslands kom hann í sláttarbyrjun 1909. II. FYRSTU ÁRIN EFTIR HEIMKOMUNA. Snorri hafði notað námstímann erlendis vel og iðkað fleira en skólanámið sér til þroska og frama, eins og lítil- lega hefur verið drepið á. Og þegar hann kom heim, var hann fullur af brennandi áhuga og einbeittum vilja til að gera margt og mikið. Hann var verkstjóri við heyskap hjá

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.