Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 22

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 22
148 MENNTAMÁL bæði börnum og fullorðnum. Þessa blaðaútgáfu hófu þau að tilstuðlan skólastjóra 1981 með blaðinu „Unglingi“, sem kom út í mörg ár. Síðan hafa fleiri blöð komið út og sum þeirra margföld og allskrautleg. Eins og fyrr getur, tók Snorri upp þá nýjung á Flat- eyri að láta börnin halda skemmtisamlcomu fyrir almenn- ing einu sinni á vetri. Þetta var eins konar prófraun á getu þeirra og háttprýði. Á Akureyri byrjaði hann á þessu 1932. Urðu þá spár sumra svipaðar þeim, er komið höfðu fram á Flateyri: að allt mundi fara í handaskolum fyrir krökkunum. Reyndin varð nú sú á Akureyri, að samkoman tókst hið bezta og varð þá, og hefur jafnan verið á þessum samkomum, húsfyllir í 3—4 skipti. Hafa þessar ársskemmt- anir barna hlotið ágæta dóma bæjarbúa og annarra, er séð hafa. Öllum ágóða er varið til ferðalaga þeirra, er fullnaðarprófsbörn fara sama vorið, og þau hverfa að fullu úr skóla. Þessar ársskemmtanir hafa síðan fjölmargir skólar tekið upp, en upphafsmaður mun Snorri hafa verið þar, eins og víðar. Lýsisneyzla skólabarna á og rætur að rekja til hug- kvæmni Snorra og árvekni. Var byrjað á því að gefa börn- um lýsi við Akureyrarbarnaskólann 1932, en fjölmargir aðrir skólar hafa síðan farið að dæmi hans. Var með þess- ari nýjung stigið merkilegt og mikilvægt spor, er vakið hefur athygli erlendra skólamanna og Islendingar hlotið lof fyrir. Munu og engir, sem reynt hafa lýsisgjafirnar og athugað áhrif þeirra á börnin, efast um hollustu þeirra og heilsubót. Þá hefur Akureyrarbarnaskólinn verið hinn eini skóli svo kunnugt sé, sem unnið hefur úr mælingum barna í tug ára, samið um þær skýrslur og ritað um niðurstöður þeirra. Sami skóli mun og hafa verið meðal fyrstu skóla, sem tóku upp vinnubóka-lcennslu. Árið 1932 var Snorri um tíma í Helsingborg í Svíþjóð og kynnti sér þar vinnu- bókakennslu í Nörrehedeskolen, sem þá þótti einna beztur

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.