Menntamál - 01.11.1947, Page 26

Menntamál - 01.11.1947, Page 26
152 MENNTAMÁL óbrigðulla en allt annað, sem leitazt er við að nota til sið- fágunar, sjálfsumvöndunar og drengilegs manndóms æsku- manna. — En starf Snorra hefur eltki einungis verið bundið við barnaskólann á Akureyri, þessi ár, sem hann hefur veitt honum forstöðu. Árið eftir að hann tók við skólastjórn stofnaði hann með tilstyrk samkennara sinna og annarra stéttarbræðra við Eyjafjörð Kennarafélag Eyjafjarðar. Hafa jafnan verið í félagi þessu allir starfandi kennarar í Eyjafjarðarsýslu, og hefur það verið athafnasamt og mun hafa unnið fræðslumálum sýslunnar mikið gagn og orðið kennurum þar með ýmsum hætti til atbeina og hjálpar. 3. Niðurstöður. Hér að framan var að því vikið, að vert væri að reyna að gera sér nokkra grein fyrir því, hvers konar ráðum og aðferðum Snorri hafi beitt til þess að ná þeim árangri skólastarfsins, er orðið hefur lofs- og undrunarefni þeirra, er til þekkja. Með hliðsjón á þessu hefur verið reynt að greina að nokkru frá stjórn og starfsháttum barnaskólans á Akureyri, enda þótt þess sé eigi að dylj- ast, að með þeirri greinagerð er engin fullnaðarskýring fengin á hinum óvenjulega starfsárangri og áhrifavaldi skólastjórans. Tvennt, sem enn er ónefnt, kann þó að fylla að nokkru upp í skarðið eða bæta að minnsta kosti úr því, sem ávant er um skýringar, og skal nú þessara tveggja atriða getið hér með nokkrum orðum. í fyrsta lagi skal þess þá getið, að Snorri hafði fengið allgóða æfingu í því að stjórna mönnum við verk, áður en hann hóf skólastjórn sína í barnaskólunum. Hann hafði verið verkstjóri á þremur höfuðbólum, Völlum 1 Svarfaðardal, Stærra-Árskógi á Árskógsströnd og Hól- um í Hjaltadal, sumarlangt á hverju. í verkstjórn sinni

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.