Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 34

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 34
160 MENNTAMÁL arinn finni, að þessi sendimaður kemur sem vinur og leið- beinandi hjálp, en ekki sem fruntaleg refsinorn............“ Þó að taka mætti miklu fleira úr þessari skýrslu, skal þó hér staðar numið. Nú eru 5 ár síðan framannefnd skýrsla var gerð. En kennslueftirlitið hefur á þeim árum að miklu eða mestu leyti runnið eftir þeim farvegum, sem frá er greint í henni, og ekki er ósennilegt, að svo verði langa stund enn. Fyrir því virðist augljóst, að Snorri hafi á fyrsta ári eftirlitsins hitt naglann á höfuðið, ratað rétta leið að marki. Það mun því öfgalaust að segja, að hann hafi að verulegu leyti lagt grunninn að starfsaðferðum kennslu- eftirlitsins. Kennslueftirlitið hefur þegar afrekað miklu í sveitum landsins. Bréfaskriftir námstjóranna til skólanefnda og kennara eftir heimsóknina í skólana eiga ekki minnstan þátt í því. Þær voru nauðsynlegar til aðhalds og íhug- unar skólanefndum og hafa styrkt trú þeirra á gagnsemi og fastatök eftirlitsins. En þótt engar stökkbreytingar hafi að vísu gerzt, er ýkjulaust, að skilningi á ýmsum nauðsynjum skólamála hefur fleygt fram þessi ár og öll aðstaða kennara og skólabarna orðið miklu betri. Má og ætla að þetta sé viðurkennt af öllum er til þekkja. T. d. kom þetta fram í fréttabréfi úr Skagafirði, er lesið var í útvarpið í marz 1946, er sagt var þar berum orðum að öll aðstaða við barnafræðsluna og fræðslan sjálf hefði stórbatnað þar, síðan námstjóri hóf starf sitt. Námstjórn Snorra varð mjög vinsæl, eins og önnur skólastörf hans. Má t. d. geta þess, að á vormóti kennara á Akureyri 1942 og á námskeiði þá um haustið, er 60 kennarar tóku þátt í, var einróma skorað á hann að vera áfram við eftirlitið. — * Ég hef aldrei verið viðstaddur þar, sem Snorri Sig- fússon hefur kennt krökkum. En maður, sem vel er kunn-

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.