Menntamál - 01.11.1947, Síða 37

Menntamál - 01.11.1947, Síða 37
MENNTAMÁL 163 fjóra háskóla, og væri nú uppi krafa um að stofna þann fimmta. Hann minnti á, að David Stow hefði stofnað fyrsta kennaraskóla landsins í Glasgow, og nú væru þeir sjö að tölu og útskrifuðu árlega 1200 kennara. Hann óskaði félaginu heilla og fulltrúum gleðilegrar dvalar í Glasgow. Þá talaði dr. M’Allister forstöðukona fyrir Glasgow- deild kennarafélags Skotlands. Hún bar kveðju frá kenn- urum borgarinnar, kvað þá fagna því, að hér væri haldinn stofnfundur þessara alheimssamtaka. Þeir stæðu allir að baki ungfrú Pringle, sem hefði lagt mikið og gott starf til þess að undirbúa þessa ráðstefnu. Hún kvað kennara borgarinnar alla á einu máli um, að þetta félag mundi ekki aðeins bera gæfu til að vinna að alheimsfriði, heldur mundi það og verða hinn mikli könnuður og safnandi alls hins ágætasta í fræðslu og uppeldismálum, vekja á því at- hygli og leiða það til framtíðarþróunar. Slík væri framtíð félagsins, samkvæmt skoðun kennaranna þar í borginni. 1 þriðja lagi, þar sem ekkert félag gæti orðið ágætara en þeir karlar og þær konur, sem að því stæðu, þá yrðu kröf- ur hinnar nýju stofnunar að ná til hvers einstaks kennara á öflugan hátt. Hún kvað þá trúa því, að með því að vinna saman, að því, sem þeir álitu köllun sína, gætu kenn- arar stofnað og innleitt nýja stefnu grundvallaða á tveimur einföldum atriðum: frelsi hverrar mannveru, og virðingu fyrir tilveru hennar. Til þess yrðu þeir að treysta á siðferð- isþrótt og drengskap hvers einstaks kennara innan sam- bandsins. Loks óskaði hún þeim í nafni félags síns gæfu og gengis, og að þeir mættu finna hér straum félags- anda og skilnings eins sterkan og strauminn í ánni Clyde. Vegna skorts á slíku hefði mörg ráðstefnan verið hindruð. Þá hélt dr. William Carr ræðu fyrir hönd félagsins. „Félag vort er ungt, en ákveðið og vongott. Hinn mikli áhugi ykkar fyrir þessari ráðstefnu virðist fyrirbæri þess, að viðleitni okkar muni reynast giftudrjúg. Starf kennara er nú mjög að afla sér vaxandi viðurkenn-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.