Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 48

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 48
174 MENNTAMÁL /--------------------->> SITT AF HVERJU TÆI Að læra Ijóð. Einn hinna snjöllustu höfunda, sem um uppeldismál rita, Englend- ingurinn P. B. Ballard, sendir Tlie Times Educationa! Supplement — vikuútgáfu stúrblaðsins The Times um uppeldismál — línu til áréttingar þeim orðum Churcltills, er hann sagði nýlega í ræðu í Brighton, að fátt hefði auðgað hann meira á andlega visu en að læra ljóð utan bókar. Bréfi Ballards er erfitt að snúa á íslenzku nema fyrir mann, sem góð tök kann á ljóðaþýðingum. Hann vitnar þar í ýmis máttug stef úr enskum skáldskap. En sá boðskapur, sem hann flytur, á erindi til allra þjóða. Leiftrandi orð, færð í listrænan búning eiga ósvikinn íkveikjumátt. Varla verður dýrmætari sjóður geymdur í vit- und mannsins. Hugsum okkur, hve miklu fátækari við værum, ef við ættum ekki þessa stórfenglegu mynd úr lífsbaráttu þjóðarinnar í huganum: Eigi er ein báran stök; yfir Landeyjasand dynja brimgarða blök, búa sjómönnum grand; magnast ólaga afl, — einn fer kuggur í land; rís úr gráðinu gafl, þegar gegnir sem verst, níu, skafl eftir skafl, skálma boðar í lest, — eigi er ein báran stök, ein er síðust og mest, búka flytur og fliik, búka flytur og flök. Hvaða unað vekur það ekki að heyra eða hafa yfir: .. Þröstur minn góður! Það er stúlkan mín. Eða Sú rödd var svo fögur ... I Hvílík lífsspeki er okkur ekki flutt í þessum orðum: . . . að hugsa ekki í árum, en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum —

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.