Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 50

Menntamál - 01.11.1947, Blaðsíða 50
176 MENNTAMÁL erni. Skárra er það, að kristnir menn iðki guðsþjónustur í bráðabirgða- Jnisnæði og börnum sé kennt í hrörlegum skólahúsum en fólk liafi ekki mannabústaði, þar sem lieilsu og velferð barna er ekki hætta búin.“ Frá íþróttafulltrúa. Á s. 1. vori barst íþróttakennarafélagi íslands boð frá íþróttakenn- arafélagi Finnlands um að senda tvo fulltrúa á íþróttaliátíð Finnlands (Suomen Suurkisat). Boð þetta var þegið og sóttu íþróttakennararnir, frú Fríða Stefáns- dóttir Eyfjörð og hr. Jón Þorsteinsson Jiátíðina fyrir hönd félagsins. Fyrst og fremst var boðið bundið við íþróttaliátíðina og þeim veitt aðstaða til þess að sjá sem ílestar sýningar og kappmót. Einnig var þeim boðið að vera á námskeiði íþróttakennara í íþróttaskólanum í Virumaki, og eins var þeim boðið að skoða íþróttastofnanir. Á námskeiði íþróttakennara nú í s. 1. september flutti frú Fríða Stefánsdóttir Eyfjörð erindi um þessa för og sýndi skuggamynd. Róm- aði frúin mjög allar móttökur og hinn mikla og heilbrigða íþrótta- anda, sem ríkti meðal finnsku þjóðarinnar. Heimili og slcóli. í síðasta ltefti Heimilis og skóla birtust þessar greinar: Samvinnu- möguleikar heimilis og skóla. (Kafli úr Athöfn og uppeldi eftir dr. MattJn'as Jónasson.) Hugvekjur um líkamsmenntir eftir Braga Magnús- son. Hvað lesa börnin (eftir ritstjórann, Hannes J. Magnússon). Rabb- að við gamlan kennara. Brjóstabarnið. (Dr. med. Bent Andersen.) Auk þessa eru þættirnir: Foreldrarnir taka til máls og Úr ýmsum átturn. ÚTGEFANDI: SAMBAND ÍSLENZKRA BARNAKENNARA. Útgáíustjórn: Árinann HaJJdórsson ritstjóri, Guðniundur Pálsson og Jón Kristgeirsson. PRENTSMIÐJAN ODDI H.F.

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.