Menntamál - 01.06.1950, Side 24

Menntamál - 01.06.1950, Side 24
86 MENNTAMÁL skólum, sem séu tveggja ára skólar. Nú hefur hvort tveggja verið reynt hér í Reykjavík og víðar og auk þess hafa unglingadeildir verið starfandi í barnaskólunum svo segja má að nokkur reynd sé komin á og megi nú fara að keppa að því „að hafa það, sem bezt hefur reynzt“. Svo virðist sem vel hafi gefizt að hafa unglingadeildir sérstaka skóla, misjafnlega tekizt þegar þær hafa verið í sambandi við barnaskóla og yfirleitt illa þar, sem ungl- inga- miðskóla- og gagnfræða-deildir hafa verið saman. Það virðist því auðsætt að stefna beri að því að hafa sérstaka unglingaskóla, en vera má að miðskóla- og gagn- fræðadeildir geti verið í sömu skólum, enda þótt það sé vafasamt. Ástæðurnar fyrir því, að unglinga- og gagnfræðadeild- ir eiga ekki saman, eru fyrst og fremst mismunandi and- legur og líkamlegur þroski nemanda og þar af leiðandi þurfa þessi stig mismunandi kennsluaðferðir. Hérlendis munu flest börn verða kynþroska á aldrinum 12—14 ára. Unglingaskólanemar eru því rétt orðnir eða verða flest- ir, meðan á námi stendur, kynþroska. Þeir eru „börn“. Gagnfræðastigsnemar eru aftur á móti „fullorðið fólk“, margir drengjanna hafa meira að segja verið „til sjós“ Þessi aldursflokkur fyllir kaffihús Reykjavíkur á hverju kveldi, og úr honum eru margir afbrotamenn þjóðfélags- ins. Drengirnir eru orðnir „herrar“, sem fylgja „döm- unum“ heim að afloknum dansi (oft kl. 1—2 að morgni), og þeir mæta sumir hverjir með pela í vasanum á skemmt- unum, til þess að undirstrika það, að þeir séu fullorðnir. Stúlkurnar eru yfirleitt enn þá „fullorðnari" en dreng- irnir. Hárauðar varir og neglur, fagurlega liðað hár og ilmvatna angan setur svip sinn á þær. Margar þeirra þiggja vindlinga hjá „herrunum“, og sumar dreypa á pel- anum þeirra. Börnin í unglingadeildinni vilja að sjálf- sögðu líka vera „fullorðin og fín“ eins og félagar þeirra.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.