Menntamál - 01.06.1950, Side 35

Menntamál - 01.06.1950, Side 35
MENNTAMÁL 97 að rekja til skólaáranna, enda þótt þær séu ekki allar skólanum að kenna. Ég vil í því sambandi benda á slæp- ingshátt þann, sem sagður er einkenna ungu kynslóðina hérlendis. Kennarar og heimili verða að hjálpast að við að gera börnin að nýtum borgurum, og það er nauðsyn- legt, að skólinn geri meira, en hann afkastar nú. Margir foreldrar hafa illan bifur á skólanum og eru blátt áfram hrædd við þau áhrif, sem skólavistin hefur á börn þeirra. Ég held þetta sé því miður oft ekki ástæðulaust. Fyrsta lærdómskona á íslandi? í sögu Jóns helga er getið Ingunnar Arnórsdóttur á þessa lund: „Þar (þ. e. á Hólum) var og í fræðinæmi hreinferðug jungfrú, er Ingunn hét. Engum þessum (þ. e. ýmsum lærdómsmönnum, er um var getið á undan) var hún lægri í sögðum bóklistum. Kenndi hún mörgum g r a m m a- t i c a m og fræddi hvern, er nema vildi. Urðu því margir vel menntir undir hennar hendi. Hún rétti mjög iatinubækur, svo að hún lét lesa fyrir sér, en hún sjálf saumaði, tefldi eða vann aðrar hannyrðir með heilagra manna sögum, kynnandi mönnum guðs dýrð eigi aðeins með orðum munnnáms, heldur og meö verkum handanna "

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.