Menntamál - 01.06.1950, Síða 67

Menntamál - 01.06.1950, Síða 67
MENNTAMÁL 129 bústað rétt hjá skólahúsinu og áttu þar heima þangað til á s. 1. hausti. — Strax á ungum aldri eignaðist ég mínar hugmyndir um Rangárþing. Njála og Gunnarshólmi Jónasar voru þar aðaluppistaðan. ímyndunaraflið lagði til ívafið. Ég sá Skarphéðin hefja sig til stökks milli höfuðísa Markar- fljóts, horfði upp til Hlíðarinnar með Gunnari og fylgdist með brennumönnum frá rjúkandi rústum Bergþórshvols upp á Þríhyrningshálsa. Og saman við þetta ófust nátt- úrulýsingar Jónasar, glæstar og heillandi. — Svo liðu tímar fram. Hugmyndir mínar og mat á atburðum sög- unnar breyttust á ýmsa lund. En í vitund minni var Rang- árþing þó alltaf vafið eins konar ævintýrabláma ljóðs og sagna. Síðar höguðu atvikin — eða hvað menn vilja kalla það — því svo, að ég fluttist austur í þetta hérað og dvaldi þar um alllangt skeið. Sjón varð sögu ríkari og töfrar rangæskrar náttúrufegurðar urðu mér unaðsgjafi marga stund. Og kynni mín af Rangæingum færðu mér heim sanninn um það, að enn fóstrar þetta hérað kjarnmikið fólk og drenglundað. Einn þeirra manna var Sigfús Sigurðsson, starfsbróðir minn og nágranni. Ég fann það skjótt, að til hans var gott að leita sem ráðgjafa um ýmis vandamál skólastarfsins og uppeldismálanna. í þeim efnum var hann alltaf að auka við þekkingu sína, þrátt fyrir margvísleg og lýjandi aukastörf í þágu sveitar sinn- ar og héraðs. Þá var ekki síður gott að leita til hans sem manns og vinar. Skapgerð hans var mótuð af hlýju og mildi, hávaðalaus og tillitssöm um annarra sjónarmið og skoðanir, en þó óhvikul og þétt fyrir, þegar á reyndi. Ég hygg, að segja mætti um Sigfús Sigurðsson, að „hann hafði það skap, er engin styrjöld fylgdi.“ En það er trúa mín, að eigi væri málafylgja hans ódrjúgari en ýmissa þeirra, er berja á skjöldu og hæst hrópa á málþingum. — Þegar kennarar í Rangárþingi stofnuðu til samtaka, þótti hann þar sjálfkjörinn til forustu og aldrei kom til mála
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.