Menntamál - 01.04.1956, Page 19
MENNTAMÁL
13
að fundið er meðaltal eftir samræmisprófum fyrir hvern
bekk, og því næst fyrir hvern skóla og loks fyrir alla borg-
ina. Gefin er út skýrsla um það. Greindarprófin eru notuð
með hæfnisprófum, ef skipa þarf nemanda í bekk eða
hjálpa honum til að velja ævistarf.
Lestrarpróf eru öll þögul. Raddlestrarpróf þekkjast
hvorki í Kanada né U. S. Þetta vekur athygli íslendings,
og er hann innir eftir þessu nánar eða segir frá lespróf-
um heima hjá sér, uppsker hann venjulega góðlátlegt grín
frá hendi kennara. Gildir einu, hvort hann er staddur með-
al þeirra norður í Winnipeg og Minneapolis eða suður í
Los Angeles og New Orleans. Þeim finnst fjarstæða að
láta börn lesa upphátt á prófi, en þau eru látin gera það
í kennslustund. Vinnubækur með lesbókum veita æfingu
undir þögul lespróf. Slík próf gefa margt til kynna um
nemandann og fleira en lesleikni í þrengstu merkingu,
svo sem skilning á efni, atorku og myndarskap við að
koma í verk, hagsýni í vinnubrögðum, stíltækni o. fl. Enda
eru þau notuð upp eftir öllum skólastigum, þegar kanna
þarf hæfni unglinga og getu.
Einkunnir fá nemendur fjórum sinnum á ári. Hafa þá
venjulega farið fram rækileg próf. Verkefni eru ýmist
sameiginleg fyrir ríki eða borg, eða þá að skóli útbýr
þau í sumum greinum. Einkunn er og gefin fyrir fram-
komu og hegðun. Er henni skipt í 10—12 atriði og gefið
fyrir hvert í bókstöfum. Einkunnablað er sönnunargagn
til foreldra og nemenda um árangur í skóla og afstöðu til
meðaltals. Það er lögð áherzla á, að foreldrum sé ljóst,
hvað er að gerast með barn þeirra í skóla og þeir láti sig
það einhverju skipta. 1 Kanada eru börn og unglingar
felldir á ársprófum upp úr bekk, ef ekki fæst tilskilið mark.
En í Bandaríkjum er aðalreglan, að nemendur eru færðir
áfram eftir árið. Komið getur þó fyrir, að talið sé
rétt, að barn sitji 2 ár í sama bekk. Hlýtur það þá ýtar-
lega rannsókn. Talið er nauðsynlegt, að slíkt barn og að-