Menntamál - 01.04.1956, Blaðsíða 32
26
MENNTAMAL
arfgengt fyrirbrigði að ræða, sem orsakaðist af með-
fæddri veilu, skyngöllun, þar sem talvillur geta oft verið
samfara lesvillunum og ritvillunum. Hins vegar hafa upp-
eldisfræðingar og sálfræðingar hallazt að þeirri skoðun,
sem kennaraskólakennarinn cand. psych. Carl Áge Larsen
túlkaði á áðurnefndu móti. Hún er sú, að venjulegast séu
þau börn álitin lesblind, sem geta ekki einhverra hluta
vegna fylgzt með miðlungsgreindum jafnöldrum sínum í
lestrarnáminu, þó að þau standi þeim að öðru leyti fylli-
lega á sporði. Það er skoðun uppeldis- og sálfræðinganna,
að hér sé ekki um arfgengt fyrirbrigði eða eins konar
ólæknandi sjúkdóm að ræða, heldur sé þetta getuleysi háð
þroskastigi hjá barninu, og þannig sé lesblindan fyrir-
brigði, sem bundið er við visst hlutfall milli getu barnsins
og kröfu skólans um afköst og árangur í lestrarnámi á til-
teknu aldursstigi.
Undanfarin ár hafa danskir skólamenn rökrætt breyt-
ingar á skipulagi og gerð danska skólakerfisins. Sam-
kvæmt núgildandi fræðslulögum (frá 1937) greinist
skyldunám danska skólakerfisins í fimm ára samfellt
barnaskólanám (grundskolen) og tveggja ára miðskóla-
nám í beinu framhaldi af barnaskólanum, annað hvort í
fjögurra ára prófskóla (eksamensmellemskolen) eða í
þriggja ára próflausan skóla (den eksamensfri mellem-
skole). Skólaskyldan er þannig alls 7 ár. Skoðanir hafa
verið skiptar um ágæti þessa fyrirkomulags. Sérstak-
lega hafa margir álitið, að próflausi miðskólinn hafi ekki
reynzt eins vel og skyldi. Árið 1952 kom fram tillaga um
endurbætur á próflausa miðskólanum frá dönsku kennara-
samtökunum, en allar frekari aðgerðir hafa biðið, þar
til Julius Bomholt, menntamálaráðherra, skipaði 8
manna nefnd í fyrra vetur til að gera tillögur um þessi
mál. Julius Bomholt var áður þeirrar skoðunar, að bezt
væri að börnin gengu í óskiptan skóla, þ. e. a. s., að þau
héldu áfram í sama skóla til 14 eða 15 ára aldurs. En