Menntamál - 01.04.1956, Side 39
menntamál
33
lesgalla, athugun á aðferðum við réttritunarkennslu fyrir
börn, sem eiga örðugt með lestrar- og réttritunarnám.
Ennfremur má nefna skróp úr skóla, orsakir og afleiðing-
ar misheppnaðra prófa, athugun á hugmyndum unglinga
(13—14 ára) um siðferði, rannsókn á skilningi barna á
vissum orðasamböndum sögukennslubóka. Loks má nefna
uthugun á kostum og löstum kennara.
Við háskólann í Gautaborg eru nú tvær rannsóknar-
stofnanir starfræktar, önnur fjallar fyrst og fremst um
sálfræðileg rannsóknarefni, en hin um uppeldisfræðileg
efni. Ennþá er þó aðeins einn háskólakennari í þessum
greinum, prófessor John Elmgren við Gautaborgarhá-
skóla. Við aðra sænska háskóla er nú starfandi einn pró-
fessor í hvorri þessara greina.
Tvennar athyglisverðar rannsóknir fara nú fram
undir stjórn prófessors John Elmgren. Önnur hófst vorið
1954 og er í því fólgin, að 3—7 ára böm í leikskólum, á
dagheimilum og öðrum hliðstæðum stofnunum eru látin
teikna: l)ákveðna persónu, 2) eitthvað eftir frjálsu vali,
3) eitthvað eftir frjálsu vali úr næsta umhverfi eða frá
heimili barnsins. Rannsókn þessi er gerð í samvinnu við
Kennaraskólann í Gautaborg. Rösklega 2000 börn úr 57
stofnunum voru látin teikna þessar myndir. Kennaranem-
ar og háskólastúdentar söfnuðu þeim saman, samtímis
alls staðar, að teiknitímanum loknum. Venjuleg gerð skóla-
lita var notuð: grænn, rauður, blár, gulur, svartur, hvít-
ur, fjólublár og brúnn. Við athugun á persónu-teikning-
um barnanna kom í ljós, að algengara var, að stúlkur teikn-
uðu rétta og raunverulega persónu, en drengirnir teikn-
uðu frekar táknræna mynd. Ennfremur notuðu stúlk-
urnar fleiri liti, en drengirnir.
Haustið 1951 hófust athuganir á vegum Kennaraskól-
ans í Gautaborg undir stjórn John Elmgren og Erik Malm-
ström, sem fjallar um ýmsar hliðar náms og skólastarfs.
Markmið þessarar rannsóknar er, að fá fram hentug hæfn-
3