Menntamál - 01.04.1956, Síða 47
MENNTAMÁL
41
Örfá dæmi skulu nefnd um viðfangsefni sálfræðiþjón-
ustu í skólum. Viðtöl við kennara og foreldra til þess að
grafast fyrir rætur þeirra erfiðleika í námi eða hegðun,
sem barnið á við að stríða. Ýmsar rannsóknir á barninu
sjálfu, þ. á m. rannsókn á greindarþroska þess, á námserf-
iðleikum í einstökum greinum, t. d. lestri og skrift, á skóla-
þroska og málþroska, á kenndrænum afbrigðum, á hegð-
unarvandkvæðum og auðkennum taugaveiklunar. Auk þess
ber að athuga nákvæmlega heimili barnsins og aðstöðu
þess í skólanum. Um ráðleggingar og meðferð, sem sál-
fræðiþjónusta í skólum getur veitt, má t. d. nefna leið-
beiningar til kennarans og foreldra um meðhöndlan barns-
ins, upplýsingar um skólaþroska þess, ákvörðun um sér-
kennslu, flutning milli bekkja, flutning í sérbekk, sérskóla
eða stofnun fyrir vangefin börn, viðtöl við barnið sjálft,
sérstaka aðgerð til þess að losa barnið við skapgerðar- eða
hegðunargalla, tilvísun taugaveiklaðra barna til sérstofn-
ana og nauðsynleg viðtöl til þess að tryggja samstarf for-
eldra og kennara, meðan á aðgerð stendur.
Hér við bætist fræðslustarfsemi, sem nauðsynleg er til
þess að vekja skilning kennara og foreldra á hinum nýju
starfsmöguleikum. Fræðslustarfið miðar jafnframt að því
að bægja áminnztum örðugleikum og öðrum þeim hliðstæð-
um frá barninu, að vara foreldra og kennara við hættulegri
þróun í tæka tíð.
Stofnun, sem annast sálfræðiþjónustu í skólum, verður
jafnframt að draga saman þá reynslu, sem safnazt hefur í
starfi hennar, vinna úr henni og meta hana fræðilega. Hún
verður einnig að staðla próf og aðrar rannsóknaraðferðir,
hún þarf sífellt að vinna að því að bæta starfsaðferðir sín-
ar, svo að aukinn árangur náist.
2. Starfslið og stjórn.
Af framanskráðu er auðsætt, að sálfræðiþjónustu í skól-
um bíða margþætt og flókin viðfangsefni. Ákveðið vanda-