Menntamál


Menntamál - 01.04.1956, Page 57

Menntamál - 01.04.1956, Page 57
MENNTAMÁL 51 til dálítið vinnubókarhefti hjá hverjum nemanda, gjarna með fallegri forsíðu, efnisyfirliti og heimildaskrá. Á meðan hið frjálsa starf stendur yfir, hafa nemendur fullt frelsi í kennslustofunni. Það þýðir þó ekki, að hver og einn megi gera allt það, sem honum þóknast. Nei, við slík uppvaxtarskilyrði læra nemendur fljótt, að ábyrgð fylgir frelsi, eins og skuggi líkamanum. Sjálfsagt er að rökræða það við bekkinn öðru hverju til að skerpa skiln- inginn. — En, sem sagt, þeir fá að hreyfa sig eftir þörfum í kennslustundum, tala í hljóði við starfsfélagana og kenn- arann, sem alltaf er til taks að leiðbeina, ef þörf er á, o. s. frv. — allt innan þeirra takmarka frelsisins: að skerða ekki starfsfrið félaganna. — Þessi þáttur getur varað allt að viku, með tveggja til fjögra stunda vinnu á dag. (Kennarinn víxlar tímum eftir þörfum.) — Ýmsir nemendur vinna að verkefnum sínum heima, eða þeir, sem þess óska, og fá að fara heim með heimildarit o. fl. í þeim tilgangi. Eru þeir jafnan margir, sem nota sér það. Þegar hinn ákveðni tími til frjálsa starfsins er lið- inn, hefst fjórði þátturinn: frásögnin. Sá þáttur vekur ætíð mikla eftirvæntingu, og er það atriði starfsaðferðarinnar, sem áreiðanlega hefur ekki minnst uppeldislegt gildi. Þá koma nefnilega nemendur fram og flytja stutt erindi um þau verkefni, sem þeir höfðu valið sér til meðferðar. Meðan börnin eru ung og lítt æfð, fá þau að flytja erindi sín af blöðum, en annars er keppt að því, að þau geri það blaðalaust. Séu t. d. þrír um sama verkefnið, skipta þeir oft með sér verkum þannig, að tveir annast frásögnina, en einn töfluteikningar og smáskriftir á töflu til skýringar. Þegar svo hverju erindi er lokið, hefst spuringatími, þar sem nemendurnir spyrja fyrirlesarann um ýmislegt varðandi efni erindisins. Fyrirlesari svarar, ef hann getur, annars kennari. Þetta eru jafnan mjög þroskandi samræður. Loks skrifa allir nemendur hjá sér nokkur aðalatriði, varðandi erindið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.