Menntamál - 01.04.1956, Side 82
76
MENNTAMÁL
segir þar: „Af þessu má ekki álíta, aS jafnskjótt og barn
leysir ekki af höndum þá vinnu, sem það hefur hæfileika
til, þá sé farið að þjarma að barninu bæði heima og 1
skólanum. Ef svo væri, þá myndi samstarf heimilis og
skóla aðeins verða samsæri gegn baminu.
Við reynum að standa saman um að veita barninu
stuðning, hvetja það, veita því dálitla aukahjálp og næg-
an tíma til að komast af stað, áður en farið er að leggja
hart að því.
1 efstu bekkjum barnaskólans og unglingadeild eru
gefnar einkunnir á venjulegan hátt, en kennarinn bætir
þá við nokkrum orðum viðvíkjandi starfi og trúmennsku."
FASTUR TÍMI VIKULEGA TIL RÁÐAGERÐA.
í kaflanum um samstarf kennaranna segir m. a. frá
vikulegum tíma, sem þeir hafa til skrafs og ráðagerða.
Eru þar rædd hin margvíslegustu efni, og er mjög áhrifa-
ríkt að fylgjast með, hvernig kennarar og skólastjórn
vinna að lausn hinna ýmsu vandamála, sem fram koma í
sambandi við kennsluna.
HLUTVERK KENNSLUBÓKARINNAR.
í 5. kafla segir: „Sé efnisvali og efnisskiptingu náms-
skárinnar hlítt, takmarkast vandamálin við verkefnin af
vali á viðurkenndri kennslubók og öðrum hjálpargögn-
um. Málið verður miklu erfiðara viðfangs, þegar maður
samþykkir ekki efnisval og efnisskiptingu námsskrárinn-
ar athugasemdalaust og óskar jafnframt eftir að viða að
sér efni úr fleiri bókum en kennslubókinni og einnig úr
öðru en bókum. Þá er ekki aðeins um kennslubók að ræða,
heldur stöðu kennslubókarinnar í kennslunni.
Það kemur í ljós af skýrslunum, að engum kennaranna
á Emdrupborg finnst hann geta verið án kennslubókar-
innar. En vart verður nokkurrar viðleitni til að láta hana