Menntamál - 01.04.1956, Síða 90
84
MENNTAMÁL
eðlisfræðikennurum hefur fækkað um 53% á síðustu 5
árum, en nemendafjöldi aftur aukizt um 16%. Líkt og í
löndum Evrópu hafa kennararnir horfið yfir í iðnaðinn
vegna betri launa þar. Strauss bar þetta saman við ástand-
ið í Rússlandi, en þar verða brautskráðir 1.200000 nýir
eðlisfræðingar og verkfræðingar á árunum 1950 til 1960,
á meðan Bandaríkin brautskrá aðeins 900000. Hve alvar-
legum augum bandaríska utanríkisráðuneytið lítur á þessa
þróun, má glöggt marka af orðum John Foster Dulles
utanríkisráðherra, þar sem hann segir, „að það sé ekki
útflutningur Rússa á fjármagni eða offramleiðsluvör-
um, sem valdi sér mestum áhyggjum, heldur útflutn-
ingurinn á tæknilærðum mönnum, sem að sjálfsögðu hafa
einnig fengið þjálfun í hinum pólitísku baráttuaðferðum.
Á fimm til tíu árum gætu Sovétríkin sent heilan her
tæknilærðra manna yfir alla Asíu og Afríku."
I þessu efni hafa utanríkisráðherrann og forseti kjarn-
orkumálanefndar stuðzt við niðurstöður þriggja stórra
rannsókna, sem fram fóru í Bandaríkjunum á fjölda og
hæfileikum vísindalærðra manna í Rússlandi. Auk Vís-
inda-akademíu ríkisins og vélfræðistofnunarinnar í
Massachusetts hefur utanríkisráðuneytið látið fara fram
eigin rannsókn, sem aðallega styðst við upplýsingar frá
miðstöð leyniþjónustunnar, en yfirmaður hennar er bróð-
ir utanríkisráðherrans. Samkvæmt þeirri rannsókn hafa
53000 verkfræðingar verið brautskráðir frá 177 tækni-
háskólum í Sovétríkjunum árið 1954, þar af 20% konur.
í Englandi eru menn einnig kvíðafullir af þessu. Þannig
minntist Sir Winston Churchill á þetta efni í fyrstu opin-
beru stjórnmálaræðu sinni eftir að hann hætti þingstörf-
um og bætti við: „Tæknimenntun hefur á síðustu tíu ár-
um — bæði hvað magn og gæði snertir — komizt á miklu
hærra stig en það sem við stöndum á. Ef England snýr
sér ekki tafarlaust að því að setja á stofn allmarga nýja