Menntamál


Menntamál - 01.04.1956, Side 96

Menntamál - 01.04.1956, Side 96
90 MENNTAMÁL Bókaf regrnir AXEL NIELSEN: Vinnubók i landafraði. Evrópa III. Guðmundur H. Pdlsson og Jón Þórðarson þýddu. Guðmundur I. Guðjónsson skrifaði textann. Jónas B. Jónsson skrifar formála. Prentað í Lithoprent 1955. Allmikið er rætt og ritað um breytingar á starfsháttum í íslenzk- um skólum. Má sjá það m. a. af þessu hefti Menntamála. Get ég ekki þagað yfir því, að ég er ekki með öllu áhyggjulaus af því að starfs- hættir og kennsluaðferðir kennara sé gagnrýnt mjög, ef tök eru engin á því að taka upp aðrar aðferðir vegna skorts á tækjum og kunnáttu eða fyrir aðrar sakir. Aðferðir eru að sjálfsögðu misgóðar. Ekki lætur sama aðferð öllum kennurum jafnvel, ekki liæfir sama að- ferð hverju aldurs og greindarstigi jafnvel, ekki hæfir sama aðferð ólík- um stað og tíma, og svo má lengi telja. En sérstök þörf er að minn- ast þess, að ein aðferð er aldrei góð, sú sem handhafi vantreystir. Og önnur aðferð er lilutfallslega vænleg til árangurs, sú er handhafi treystir iil góðra hluta. Kennurum er því ráðlegt að spyrja fyrst um árangur starfs síns, en síðan hverri aðferð þeir beita. Enginn skyldi heldur ltverfa frá þeirri tækni, sem hann hefur náð skynsamlegu valdi á og leikni við að beita, áður en liann hefur kynnt sér aðra tækni jafngóða eða betri og fengið í hendur þau áliöld, sem liún krefst og kunnáttu að beita henni. Boðskapur um nýja kennsluliætti og nýjar aðferðir er því jafnframt krafa um ný tæki, á það ekki sízt við skólabækurnar sjálfar. Margt bendir til þess, að nokkur fjörkippur sé að færast í gerð skólabóka hérlendis, en þar standa Islendingar mjög að baki þjóð- um, er gera álika kröfur til skóla. Menntamálum liefur borizt vinnubók í landafrœði eflir Axel Niel- sen. Er þetta þriðja lieftið, og fjallar um Evrópu, að Norðurlöndum undanskildum. Annað heftið, sem væntanlegt er á næstunni, fjallar um Norðurlöndin, nema ísland. Eyrsta heftið á að vera um ísland. Verður það frumsamið og kemur væntanlega út, áður en mjög langt líður, ef reynsla sannar á annað borð, að kennarar vilji nota þessar álit- legu kennslubækur. Vinnubókin er fagurlega gefin út og vandað til frágangs, m. a. afburðavel skrifuð, sem vænta mátti af Guðmundi I. Guðjónssyni. Slík samvinna um gerð námsbóka er til fyrinnyndar, og og er vert að minnast þess, að vart verður fundinn maður, sent
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.