Menntamál


Menntamál - 01.04.1956, Side 104

Menntamál - 01.04.1956, Side 104
98 MENNTAMÁL um svo, að þeir gefast upp við dæmareikninginn, glata trausti á sjálfa sig og fá óbeit á námsgreininni. MeJzUi ráðin til þess að bægja þessari hættu frá eru að liafa ævinlega nógu mikið af hæfilega léttum við- fangsefnum á takteinum, og í öðru lagi að sýna með dæmum, hvernig leyst cr úr örðugri viðfangsefnum. Sú sýnikennsla er notuð í vax- andi mæli og gefur góða raun, því að nemendur langar til að spreyta sig á flóknum viðfangsefnum, og hafa gaman af því, ef þeir finna, að þeir ráða við þau. Þessa leið hefur Lárus Bjarnason valið í nýjustu bók sinni, Dœma- safn með úrlausnum handa framhaldsskólanemendum. Bók hans hefur að geyma 78 dæmi alls úr almennum reikningi, algebru og geometríu. Hverju dæmi fylgir úrlausn og við sum er fleiri en ein aðferð sýnd. Þótt dæmin séu ekki fleiri en þetta, eru þarna fulltrúar flestra þeiira dæmategunda, sem framhaldsskólanemendum gengur örðug- ast að glíma við. Bókin hefst á stuttum inngangi um talnakerfið, en síðan koma 54 dæmi með úrlausnum. Dæmi þessi eru af ýmsu tagi, meðal annars gömul prófdæmi, en flest snotur og eftirminnileg. Úrlausnirnar eru nægilega ýtarlegar til þess að hverjum framhaldsskólanemanda ætti að vera vorkunnarlaust að átta sig á þeim. Þá kemur sá kafli bókarinnar, sem ég gæti trúað, að ýmsum þætti mestur fengur í, ekki sízt gömlum nemendum Lárusar: Tíu dæmi með handrituðum úrlausnum Lárusar ljósprentuðum. Lárus er snilldar- skrifari, og enn eru ekki meiri ellimörk á rithönd hans en svo, að við erum margir yngri mennirnir, sem megum stórlega öfunda hann af skriftinni. Þessar úrlausnir eru nemendum ágæt fyrirmynd um fram- setningu, frágang og skrift, en á þeim þremur sviðum vilja ærið oft verða misbrestir. Bókinni lýkur svo á tveim verkefnum í stærðfræði frá síðustu lands- prófum, fjórtán dæmum alls, með svörum og úrlausnum prófdómar- ans Steinþórs Guðmundssonar, en hann hefur samið þessi dæmi. Þessi síðasta bók Lárusar er nýjung í kennslubókakosti okkar ís- lendinga, þörf nýjung sem vænta má að bæði kcnnarar og nem- endur framhaldsskóla taki fegins hendi og liagnýti við kennslu og nám. Þá á hún áreiðanlega eftir að glæða mörgum nemanda áhuga á stærðfræði og skapa honum ánægjustundir í glímu við hæfileg verk- efni, en þau laun verða höfundi hennar áreiðanlega kærust launa. Lárus Bjarnason varð áttræður 1. marz s. 1. Menntamál færa þess- um merka kennara lieillaóskir og þakkir fyrir drengskap og dug í starfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.